1.8.2025 | 11:14
Ævintýri í Núpsstaðaskógi
Hópurinn í upphafi ferðar!
(Fanney, Bjarki (farastj), Áslaug, Jón (farastj), Jón Andri, Gerða, Dóra, Kristrún, Edith, Dagný, Jón, Kristín, Vignir, Jói, Eyþór, Dóra, Olli, Bertha, Jónína, Brynhildur og Einar)
11:50 AM on Saturday, July 26, 2025 Skaftárhreppur
Núpsstaðaskógur - Skaftafell - Dagur 1
Ferðalagið hjá okkur Gerðu hófst upp úr klukkan 15 þegar við lögðum í hann að heiman og stefnan sett á Svínafell í Öræfum þar sem við hittum hópinn og gistum eina nótt. Flestir voru komnir á svæðið og bauð Áslaug upp á góða Döðlutertu með súkkulaði sem ég skolaði niður með bjórnum!
Áætluð brottför var kl 09 en fararstjórar voru svo rólegir í tíðinni að við fórum ekki fyrr en 09:15 eða svo af stað og lögðum bílum svolítið innan við tjaldsvææðið í Skaftafelli eða nálægt mynni Morsársdals. Á meðan við dóluðum okkur þangað kom Jón fararstjóri við hjá Fjallaleiðsögumönnum til að fá búnað að láni fyrir 2. Það gekk allt saman, síðan var skipt í bíla og lagt af stað og keyrt rúmlega 30 km eftir þjóðvegi 1 og rétt áður en við komum að brúnni yfir Núpsvötn þá beygðum við útaf og renndum út á sandinn sem áður hafði verið botn á beljandi stórfljóti. Slóðinn var ágætur framan af en versnaði síðan mjög enda tók það okkur um klukkutíma að aka upp að tjaldsvæðinu í Núpsstaðaskógi.
Glæsilegar systur í upphafi ferðar
Loksins þegar þangað var komið og allir voru klárir var klukkan 11:50 og við gátum loksins paufast af stað með níðþunga pokana. Fyrstu 2 km liggur leiðin eftir vegi þangað til við þurfum að ganga upp í hlíðina og slást við trjágreinar næstu 2-3 kílómetrana. Loksins komumst við á sandinn neðan Kálfsklifs þar sem ætlunin var að stoppa stutt en náði að verða hátt í klukkutími enda veðrið gott og allir léttir.
Slegist við trjágreinar
Eftir um það bil 5 mínútna barnig við greinar þar sem mjög skemmtileg risastór hvít blóm urðu á vegi okkar var komið að ótrúlegum farartálma sjálfu Kálfsklifi. Í lýsingu á kletti eða klifi þessu segir í Árbók Ferðafélagsins frá 2024; "Kálfsklif er á að gisak 10 metra hár móbergsstallur sem erfitt er að komast upp ... . Niður klettahaftið hefur til þessa legið járnkeðja sem unnt er að hafa sem handfestu og príla þannig upp bergið. Rétt er að sýna þarna fyllstu aðgát og æskilegt að bæta við tryggingu með því að bregða um fólk bandi ef margir eru í för." Það var og!
Gerða í Kálfsklifinu
Til að gera langa sögu stutta þá komumst allir upp, 20 af 21 skildu pokann sinn eftir og þeir voru síðan hífðir upp. En þetta var vægast sagt býsna erfitt fyrir hluta hópsins og langt fyrir utan þægindaramma flestra. Þegar upp var komið ákváðu 2 að snúa við en þau ætluðu að gista með okkur eina nótt og ganga síðan niður aftur en hættu við eftir að hafa mátað sig við klettinn. Allt í allt tók þetta rúma 2 klukkutíma að koma öllum og farangri þeirra upp.
Rétt ofan við Kálfsklif blasir hinn svokallaði tvíliti foss við. Hann er auðvitað ekkert tvílitur en svæðið kallast Núpsárhylur en í hann falla tveir fossar, Núpsárfoss og Hvítárfoss. Árnar hafa sitt hvorn litinn og því myndast þessi skemmtilega náttúrusmíð eins og sjá má á myndum. Áfram var haldið en nú var hreinlega orðið áliðið dags og gengum við ekki nema í um 3-4 kílómetra í viðbót þar sem ákváðum að borða kvöldverð og ganga síðan aðeins lengra fram á kvöldið.
Hjónin ofar Kálfsklifi
Dagný og Eyþór ofar Kálfsklifi
Rétt eftir kvöldmatinn við Skessutorfugljúfur þurftum við að taka út mikinn bratta í gegnum þröngt gil á að giska 100-200 metra hækkun á skömmum tíma. Þetta tók svo sannarlega á en upp á Hvassavalladalssker komumst við og klukkan farin að nálgast 21 og við ennþá langt frá áætluðum tjaldstað. Varð það úr að við gengum á að giska 2 kílómetra í viðbót þar sem gengið var eftir melum að mestu en upp og niður gil.
Loks sáum við ágætis tjaldstað þar sem við gátum tjaldað og það var ekki mikill leikur í fólki enda fórum við að sofa fljótlega.
Næturstaður
8:54 AM on Sunday, July 27, 2025 Skaftárhreppur
Núpsstaðaskógur - Skaftafell - Dagur 2
Núpsárhylur þar sem Súlá og Núpsá falla saman og mynda "tvílitan" hyl.
Gaman að ganga út á klettinn bak við runnana
Ferðalög | Breytt 6.8.2025 kl. 15:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
JónJóhannBloggar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.9.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar