25.6.2019 | 16:35
Hlaupið yfir Skarðsheiðarveg
Laugardaginn 18. maí hlupum við hjónin eftir Skarðsheiðarvegi. Hlaupið var skipulagt af Sölku bókaútgáfu og markaði upphaf hlaupaársins hjá Stefáni Gíslasyni fjallvegahlaupara.
Um 50 hlauparar komu saman á Skorholtsmelum í Melasveit og þaðan var hlaupið að Hreppslaug í Andakíl. Á myndinni má sjá hópinn rétt fyrir startið og eftir smá tölu frá Stefáni (sá í gula jakkanum með svart belti um sig miðjan) var haldið af stað. Í færslu á Facebook síðu Fjallvegahlaupa segir Stefán svo frá:
"Allur hópurinn samankominn á Skorholtsmelum, þ.e.a.s. næstum allur hópurinn. Þegar myndin var tekin voru 9 ofurhlauparar á leið suður Skarðsheiðarveginn til að geta hlaupið hann norður aftur með okkur, 2 ofurhlauparar voru að koma hlaupandi úr Borgarnesi og 5 manna hópur tafðist við að kljást við sprungið dekk. Leiðin lá svo á milli fjallanna þar sem lægst ber, með Hafnarfjall og Hrossatungur á vinstri hönd og Skarðsheiðina á hægri hönd. Leiðin öll frá upphafsstað að Hreppslaug var rétt um 21 km. Og þegar allt er talið voru þetta um 60 manns!!!"
Leiðin um Skarðsheiðarveg er um 19,76 km löng og fylgir öll greinilegum stígum. Hún er því þægileg yfirferðar þrátt fyrir nokkra hækkun. Leiðin um Skarðsheiðarveg er ein af þeim fimmtíu sem gerð eru skil í bókinni Fjallvegahlaup eftir Stefán Gíslason sem Salka gaf út.
Dagurinn hófst á því að við Gerða sóttum hlaupafélagana Margréti, Rósu og Möggu Lukku og héldum upp í Melasveit. Við vorum að sjálfsögðu fyrst á staðinn og keyrðum því smá
útsýnishring áður en við lögðum bílnum á Skorholtsmelum. Hlaupið hófst svo formlega klukkan 10:05 skv. Garmin úrinu mínu. Fyrstu 5 kílómetrana er hlaupið eftir malarvegi og að svokölluðum Kinnum og Moldarbarði og þar hefjast brekkurnar.
Já ef brekkur skyldi kalla fyrir okkur Esjufarana! Í bók sinni Fjallvegahlaup segir Stefán: Skarðsheiðarvegur er hin forna þjóðleið milli Leirársveitar og Andakíls, þvert fyrir vesturenda Skarðsheiðarinnar. Þ.e. um Miðfitjarskarð milli Skarðsheiðar að austan og Hafnarfjalls og Hrossatungna að vestan.
Veðrið var frábært fyrir hlaup í það minnsta fyrri hluta leiðarinnar. Ekkert alltof mikil sól en hitinn töluverður og veitti ekkert af því að vera léttklæddur á uppleiðinni. Uppleiðin einkenndist af mjúkum moldarstígum upp Leirárdalinn með Svörtutinda á vinstri hönd og Skarðsheiðina á þá hægri. Þegar komið er á efsta punkt leiðarinnar í u.þ.b. 460-470 metra hæð var hlaupið eftir línuvegum niður á þjóðveginn skammt fyrir ofan Hreppslaug. Á myndinni hérna til hægra má sjá hlaupara á Miðfitjum þar sem vaða þarf (hoppa þarf yfir) Leirá. Vegurinn áfram sést greinilega vinstra megin í holtinu framundan. Miðfitjarhóll er svo aðeins hærra og meira til hægri. Þar er hæsti punktur leiðarinnar (460-470 m.y.s).
Það er síðan hlaupið eftir þjóðveginum að Hreppslaug tæpan kílómetra til viðbótar. Á myndinni sést Skessuhornið vel í baksýn. Þegar þangað var komið sagði Garmin úrið að tíminn væri 2:46 og kílómetranir 20,47. Fyrir hlaupið hafði kona Stefáns ferjað farangur þ.á.m. sundföt og drykki upp í Hreppslaug. Það var yndislegt að teygja úr sér (eins mikið og það var nú hægt í þröngum pottinum) og slaka á og bíða eftir því að Hákon Sverrisson myndi renna í hlað til að skutla okkur hjónum aftur á Skorholtsmela að sækja bílinn.
Leiðina má sjá hér á myndinni:
Bloggar | Breytt 27.6.2019 kl. 15:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.6.2019 | 10:17
Gengið á Kirkjufell í Grundarfirði!
Á Hvítasunnuhelginni 8.-10. júní 2019 barst mér svohljóðandi skeyti:
"Það er gluggi fyrir hádegi á mánudaginn á Kirkjufellið". Sá sem sendi þetta skeyti er göngufélaginn Guðmundur Stefán (GSM). Við félagarnir ákváðum að nýta okkur geggjaða veðurspá fyrir mánudaginn og ganga á Kirkjufellið ásamt þriðja manninum Antoni Antonssyni.
Lagt var af stað úr bænum um klukkan 07.30 að morgni og komið vestur upp úr klukkan 9.30. Eftir að hafa fundið bílnum stæði við gatnamótin heim að bænum Hálsi skammt ofan Kirkjufellsfossa var arkað af stað.
Samkvæmt Garmin úrinu var lagt af stað klukkan 09:57. Við gengum upp mosagrónar brekkur og mela. Sáum ekki fyrr en á niðurleiðinni að fínn stígur er vestan við girðinguna.
Í lýsingu Ara Trausta Guðmundssonar og Péturs Þorleifssonar í bókinni "Fólk á fjöllum. Gönguleiðir á 101 tind" segir svo um Kirkjufell.
Gönguleið: Mjög brött, mishá klettabelti, hallandi, oft hálir grasfláar. Klettar efst með keðju til að handstyrkja sig eftir.
Leiðarmat: Erfið leið og nokkuð hættuleg á þekkt og áhrifamikið fjall. Helst fyrir vana fjallamenn og áræðna göngumenn en ekki fyrir lofthrædda. Lýsing Ara Trausta átti svo sannarlega við þótt hvergi hafi ég séð keðjuna!
Við félagarnir þræddum vel greinilegan stíg alla leiðina upp á topp. Stígarnir voru fínir og þræddu leiðina á milli stallana í fjallinu og lágu á köflum um all brattar hlíðar Kirkjufellsins.
Á þremur stöðum er búið að koma fyrir köðlum til stuðnings við að klifra upp nær lóðréttan hamar. Á myndinni hér má sjá Anton að koma niður efsta hjallann þar sem tveir kaðlar voru til stuðnings. Efsti hjallinn (toppurinn sjálfur) lítur óárennilega út en er auðveldari en hann sýnist.
Ófeigur Sigurðsson Esjuvinur okkar sagði við okkur í vetur að fyrir okkur Ejsuvini og þá sem vanir eru að ganga á Esjuna í öllum veðrum þá sé Kirkjufellið ekki erfitt en það sé hins vegar býsna bratt á köflum og ekki gott að vera þar ferðinni með lofthræðslu í farteskinu.
Ferðin tók allt í allt rétt rúma 3 klukkutíma með mjöööööög góðum stoppum bæði á útsýnis stallinum fína skammt fyrir neðan kaðal 2 sem og uppi á fjallinu sjálfu. Uppi á fjallinu er töluvert löng leið yfir á "hinn" toppinn með útsýni til vesturs yfir Kvíabryggju og Tröllakirkju. Heildarvegalengd mældist 5,4 km.
Veðrið gerist ekki betra. Heiðskýrt, sól og nánast logn stóran hlut leiðarinnar. Útsýnið hreint frábært í hvaða átt sem horft var.
Ég er hjartanlega sammála bæði Ara Trausta og Ófeigi að leiðin sjálf er kannski ekkert sérlega erfið enda fjallið ekkert voðalega hátt eða 463 m.y.s. en seinfarið á köflum þar sem fara þarf varlega.
Á heimleiðinni keyrðum við lengri leiðina heim og fórum fyrir nesið. Í gegnum Ólafsvík, Rif og Hellissand. Framhjá Gufuskálum og áfram fyrir nesið. Stoppuðum á Fjöruhúsinu á Hellnum og fengum okkur vöfflur, fiskisúpu og bjór. Sátum úti og nutum lífsins.
Áfram brunuðum við heimsleiðis með smá stoppi hér og þar þ.á.m. við Arnarstapa og í sumarbústaðabyggð við Langá á Mýrum. Komnir heim í Höfuðborgina að verða 6 um kvöldið. Frábær ferð í alla staði.
Hérna fyrir neðan er GPS ferill frá Toppförum sem fóru svipaða leið og við árið 2015 en tók aðeins lengri tíma enda um mun fleiri að ræða í þeirri ferð. Þar sem bara einn fer í einu í gegnum kaðlana þá tekur hópferð mun lengri tíma.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.9.2008 | 11:58
NOREGUR-ÍSALND: HVAR ER RÚV?
Horfði á kvöldfréttir í RÚV eins og svo oft áður og það var ekki minnst á upphafsleik Íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu í fréttum Sjónvarps. Leikurinn verður reyndar í beinni á Stöð 2 Sport í dag og í fréttum Stöðvar 2 í gær var góð umfjöllun um leikinn - viðtal við leikmenn ofl.
Þótt leikurinn sé á annari stöð þá finnst mér ákaflega lélegt að RÚV sinni þessu ekki og fjalli eitthvað um leikinn. Auðvitað eiga þeir að hafa menn á staðnum þótt leikurinn sé ekki í beinni hjá þeim. Svo verða örugglega stanslausar fréttir af leiknum við Skota á miðvikudag. En þá vill svo skemmtilega til að leikurinn verður í beinni á RÚV.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.5.2007 | 14:31
Fín Esjuferð í dag
Skaust í morgun á Esjuna. Mætti Símoni sem var einn á ferð, á stuttbuxum að sjálfsögðu enda komið sumar. Hann var búinn að fara alla rauðu dagana. Þetta var mín fyrsta ferð í maí. Tími ca 59 mínútur.
Svo er það bara að halda áfram að vinna í pallinum - eða aðstoða smiðina. Allt að koma hjá þeim - nema það vantar ennþá meira efni.
Nóg í bili.
Bloggar | Breytt 20.6.2019 kl. 15:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.3.2007 | 11:47
Fermingarblað Fréttablaðsins
Í dag kom með Fréttablaðinu svokallað fermingarblað.
Blaðið var 20 síður og við hraða yfirferð - fannst mér ekkert efni vera í blaðinu. Við nánari eftirgrennslan reiknaðist mér til að alls væru 27 skilaboð í þessu 20 síðna fermingarblaði.
Dálksentimetrafjöldi í 20 síðna blaði er 4000 og fjöldi auglýsingadálksentimetra reiknaðist mér til að væru 2810. Auglýsingahlutfall 70%. 70% segi ég og skrifa - hvað ætli hver og ein auglýsing skilji eftir?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.3.2007 | 16:14
Valentine Lost
Hvað finnst ykkur um þennan enska texta af Evrovision laginu okkar?
Eiki er kúl og segja má að þetta sé óður til rokk og róls.
Valentine Lost
I'll let the music play
while love lies softly bleeding.
In heavy hands on shadowlands.
As thunder clouds roll i
sunset is receding.
No summer wine - no Valentine.
A tiger trapped inside a cage.
An Actor on an empty stage.
Come see the show!
Rock'n'roll can heal your soul
when broken hearts lose all control
Some rivers still run dry
and jungles burn to embers.
Gold autumm days, must fade to grey.
There is a reason why
a haunted man remembers
one frozen night - his darkest day
(oh ...)
A tiger trapped inside a cage.
An Actor on an empty stage.
Come see the show!
Rock'n'roll can heal your soul
when broken hearts lose all control
Passion killed by acid rain.
A rollercoster in my brain.
But, how would you know!
In your satin, silk and lace...
Another time, another place.
A tiger trapped inside a cage.
An Actor on an empty stage.
Come see the show!
Rock'n'roll can heal your soul
when broken hearts lose all control
A love let loose and painted black.
A train stuck on a borken track.
I'll let it go!
Rock'n'roll has healed my soul.
The stage is set - on with the show!
Lagið má t.d. nálgast á http://www.kvikmynd.is/video.asp?land=&offset=&id=3206
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.9.2006 | 13:44
Um Hemma Gunn
Halló
Horfði á Hemm Gunn í gær og hélt í upphafi að þarna væri sprengiþáttur á ferðinni - hann byrjaði svo töff með Magna/Bjögga og síðan Ragga Bjarna. Síðan kom gestgjafinn sjálfur Heeeemmmmiiii Gunn og lúkkaði bara vel en einhvern veginn var síðan frahaldið ósköp vandræðalegt enginn vissi almennilega hvað væri næst og þátturinn rúllaði eiginlega ekki. Og plöggið með Nördana og Sýn var alveg til að kóróna ruglið - svona krossplögg á milli miðla 365. En heilt yfir fínn þáttur fannst mér - en hefði mátt renna betur en það slípast til.
Yndislegt að upplifa götuljósalausan Kópavog. Hefði verið alveg perfect ef ekki hefði komið til næstum flóðlýst Smáralind skammt frá - skemmdi aðeins fyrir upplifuninni - en það sást svo sem ekkert til stjarnanna hvort sem er..
ciao.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.9.2006 | 13:43
Um Hemma Gunn
Hæ hæ
Horfði á Hemm Gunn í gær og hélt í upphafi að þarna væri sprengiþáttur á ferðinni - hann byrjaði svo töff með Magna/Bjögga og síðan Ragga Bjarna. Síðan kom gestgjafinn sjálfur Heeeemmmmiiii Gunn og lúkkaði bara vel en einhvern veginn var síðan frahaldið ósköp vandræðalegt enginn vissi almennilega hvað væri næst og þátturinn rúllaði eiginlega ekki. Og plöggið með Nördana og Sýn var alveg til að kóróna ruglið - svona krossplögg á milli miðla 365. En heilt yfir fínn þáttur fannst mér - en hefði mátt renna betur en það slípast til.
Frábært að upplifa götuljósalausan Kópavog - það var svo frábært veður að allt hefði verið perfect ef ekki hefði verið gjörsamlega flóðlýst Smáralind .. skemmdi aðeins fyrir mér í Háulindinni..
ciao.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.4.2006 | 11:10
Helgin afstaðin..
Þá er helgin afstaðin og enn eina helgina engin Esjuferð. Veðrið var reyndar alveg ágætt þannig að maður hefði nú átt að skella sér.
Horfðum á Idolið á föstudag - þar sem Snorri bar sigur úr býtum. Búið var að skreyta sjónvarps- herbergið og gera allt klárt. Ég held að flestir hafi bara verið ánægðir með niðurstöðuna. Snorri er flottur! Það skemmtilegasta við Idol-kvöldið var nú sjálfsagt það að Bidda mágkona koma óvænt í heimsókn með Hlöðver, Hlyn og Gabríel í heimsókn.
Tómas tók sig til og lærði að kúka og pissa í kopp - gott mál þar og kall fór rífandi glaður í leiksskólann í morgun á nærbuxunum - engri bleiju.
Hrund og Ingi og Lena komu síðan í heimsókn á laugardag í létt kaffi þannig að dagurinn hafði að mestu farið í tiltekt bæði í húsinu og bílskúrnum. Á sunnudeginum fórum við síðan í brunch hjá Helgu ömmu og hittum allt liðið. Krakkarnir fóru í bíó á Ísöldina en við Tómas "chilluðum" heima.
Sjónvarpsgláp var nokkurt - horfðum t.d. á bæði stelpurnar, spaugstofuna og söngkeppni framhaldsskólanna. Mjög skemmtilegt og sérstaklega gaman að skoða fyrri keppnir - hvað ótrúlega margir af okkar stærstu stjörnum í dag hafa tekið þar þátt. Á sunnudeginum horfði ég á athylgisvert viðtal Egils Helga við Jónínu Ben sem og viðtal hans við Eirík Einarsson um nýbúa eða innflytjendur. Eitt sagði Eiríku merkilegt að nákvæmlega sama þróun væri hér í gangi og var í Evrópu fyrir nokkrum árum og líklega munu svipaðir árekstrar á milli menningarhópa eiga sér stað hér sem annars staðar og stjórnmálaflokkar eru ekkert að hugsa um þetta. Athyglisvert í meira lagi. Ég held að fólk hugsi einmitt núna þegar pólverjarnir og allir hinir koma og vinna í fiskinum og virkjunum að þeir síðan bara fari .. en það er bara ekki alltaf raunin og það er einmitt það sem gerðist í Evrópu.
En síðan horfðum við á 24 náttúrlega -frábær þáttur.
Kveðja í bili.
Jón Jóhann.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.4.2006 | 12:06
Þá er maður byrjaður að Blogga...
Góðan dag.
Þá er maður byrjaður að Blogga - hélt að ég ætti þetta ekki eftir. En skemmtilegt að prófa. Ég mun örugglega ekki vera daglega með eitthvað í gangi en kannski segja frá því sem á daga manns hefur drifið.
Fór til Noregs um helgina og hitti Dr. Gunnar Pétursson. Virkilega gaman að koma til Oslóar - borgin leyndi mikið á sig og ég væri sko til í að fara þangað aftur við fyrsta tækifæri og jafnvel í betra veðri!
En Dr. Gunni og Regína eru höfðingjar heim að sækja en ég og Gerða konan mín fórum saman á föstudag og heima á mánudag. Við gerðum ýmislegt svo sem að að kíkja á skíðastökkpallinn í Holmenkollen og fannst mér það alveg magnað - fyrr dytti maður nú dauður niður en að stökkva þarna. Einnig fórum við í Vigelands-garðinn - sem er höggmyndagarður í miðri Osló og er það magnaður staður.
En ekki meira að sinni - og áfram Liverpool.
kveðja,
Jón
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
JónJóhannBloggar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.9.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar