Hjólað á Spáni með Rynkeby fjölskyldunni

Það var um haustið 2023 sem við svilarnir Eyþór Kolbeins skráðum okkur í Team Rynkeby 2024. Þar ætlum við að hjóla í góðum hópi fólks frá bænum Kolding á Jótlandi til Parísar. Allt í allt rúmlega 1200 kílómetra leið. Æfingar hófust í október og hafa stigmagnast eftir því sem nær dregur brottförinni sem verður 28. júní 2024. Við svilarnir fréttum af þessari hjólaferð í gegnum Rynkeby fjölskylduna, sem er hópur fyrrverandi þátttakenda í Team Rynkeby. Við höfðum samband við hann Guðmund Jónsson sem sér um skipulagninguna og stuttu síðar var allt klárt. Ferðin var bókuð og var farin 18.-25. mars til Denia á Spáni skammt norðan við Alicante.

Við svilarnir vissum af nokkrum núverandi félögum sem ætluðu að fara í ferðina og á teams kynningarfundi sáum við strax að þetta yrði góður hópur! En til að gera langa sögu stutta þá er öll skipulagning hjá Guðmundi upp á 10 og allt stóð eins og stafur í bók. Við vorum sótt á flugvöllinn á rútu og keyrð beint á hótelið. Þá var hjóla-leiðsögumaðurinn mættur og fólk fékk sín leiguhjól afhent í hollum. Allt klárt.

Ferðin hófst mánudaginn 18. mars þegar við flugum til Alicante með Icelandair. Við Gerða slökuðum á í lánsinum fína og þar var frekar fámennt enda flugið klukkan 08:40 og því vorum við svona aðeins á eftir straumnum. Flugið gekk vel og lentum við í Alicante rétt fyrir klukkan 14 að staðartíma.

Dagur #1 hjólaferð til Spánar

Frábær fyrsti dagur í Spánarhjólaferðinni. Leiðin sem við fórum kallast Coll de Rates. 90 k og 1300 metra hækkun þ.á.m. hin magnaða leið upp Coll de Rates.

Dagur #2 hjólaferð á Spáni

Petracos og Vall de Ebo. Byrjuðum á Lhosa klifrinu og síðan vel bratt 3 km klifur þar sem fylgdi geggjað 8 km downhill. Frabær dagur.

Dagur #3 í hjólaferð til Spánar

Port de Bernia. Geggjaður dagur þar sem klifrið upp 10km langa Bernia hlíðina var alveg frábært. Snarbratt niðurleið í byrjun sem reyndi vel á bremsur. mjög hvasst á niðurleiðinni svo mikið að okkur Íslendingum hreinlega óaði við þeim. Stoppuðum á flottum útsýnisstað og sáum klettinn í Calpe.

Dagur #4 í Spánar hjólaferð

Granadella endurheimtartúr. Farið að bænum Javea, meðfram ströndinni og að svölunum að hafinu 'Balcon el Mar' og þaðan niður að földu perlunni Granadella og að kaffihúsinu La Bandieta. Hápunkturinn var síðan 1.5 km klifur beint upp. Síðan haldið heim og i vínsmökkun.

 

Dagur #5 í hjólaferð á Spáni

100 km múrinn brotinn. Malcom 70+ var gædinn og keyrði okkur áfram með þeim árangri að ég var með mesta meðalhraða i ferðinni. Afar skemmtilegur dagur. Keyrðum allt i botn strax og sigldum vel upp hið 22km langa klifur upp Vall de Gallinera eða dal kirsuberjanna sem voru rétt að byrja að fara i vorbúninginn. Áfram fórum við upp og nú upp á Vall d'Ebo sem við fórum á fyrsta deginum. Þaðan liggur leiðin 8 km niður á við sem var alveg geggjað. Eitt klifur i viðbót og svo keyrt a 30+ niður i bæ og þaðan bakdyramegin að hótelinu. Frábær dagur.

 

Dagur #6 í hjólaferð á Spáni

Rúlluðum upp hjá Jesus Pobre og þar niður m.a. framhjá vínbúgarðinum Les Presses og áfram upp í fjöllin. Hápunkturinn var síðan að keyra upp og niður 8 km Vall de Ebo. Leiðin er víðfræg og m.a. oft notuð i keppni og mátti sjá enn merkingar á malbikinu enda ekki rignt frá jólum. Eftir downhill Vall de Ebo var keyrt á 30+ niður að strönd við Oli ia Playa. Þaðan var aftur keyrt þétt upp á hótel.

 

 


Bloggfærslur 23. maí 2024

Um bloggið

JónJóhannBloggar

Hér eru léttar lýsingar á upplifun á ferðum höfundar.

Höfundur

Jón Jóhann Þórðarson
Jón Jóhann  Þórðarson

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • hopur skarðsheiði
  • Hlöðufell leid
  • Hlöðufell hopur
  • HopruinnOGHrutaborg
  • Eyjadalur

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband