Ísland - Já takk!

Frábærir ferðafélagar ala Verslógengið skellti sér í innanlands-saumaklúbbsferð helgina 16.-17 maí 2020. Gerða smellti inn athugasemd hvort menn væru til í innanlandsferð 2. maí. Allir klárir (og í raun æstir í að fara) og þá var drifið í að leita tilboða. 

umi_betri helm

Betri helmingurinn í fjórhjólaferð

Niðurstaðan var hið rómaða UMI hótel. Við keyptum pakka sem innihélt nótt á hótelinu, 3ja rétta kvöldverð og morgunmat daginn eftir. Hótelið er staðfest 150 km frá Reykjavík, svo gott sem beint fyrir neðan Þorvaldseyri með stórkostlegu útsýni yfir Eyjafjallajökul. Hótelið er í eigu fjölskyldu sem tók vel á móti okkur. Hótelið var opnað 2017 og er allt hið smekklegasta í hönnun. UMI er japanska og þýðir Haf. 

Við mættum um klukkan 13:30 og spjölluðum aðeins og svo var haldið austur að Ytri Sólheimum í 2 tíma ævintýraferð á fjórhjólum. Eftir að þeir Valdi (aðalfararstjórinn) og Magnús voru búnir að kenna okkur á fjórhjólin og öryggisatriði var bara brunað af stað. Leiðin lá um móa og mela til að byrja með og eftir árfarvegi undir Þjóðveg 1 og niður á Sólheimasand. 

Ekið er sem leið liggur niður í Sólheimafjöru og þar er stoppað til að virða fyrir sér ströndina og aðeins "spíttað" þar á rennisléttum sandinum. Þaðan var haldið að flugvélar-umi_fjorhjolflakinu fræga þar sem hinn heimsþekkti Justin Bieber tók upp hluta úr tónlistarmyndbandinu fyrir smellinn sinn I'll show you. Flakið af Douglas C-117 vélinni hefur ótrúlegt aðdráttarafl og var stöðugur straumur fólks af bílastæðinu við Þjóðveg 1 niður að flakinu. En vegalengdin er um 3,5 kílómetrar og því um 7 kílómetrar fram og til baka.
 

Í grein Morgunblaðsins frá 2016 segir svo frá: "Þann 21. nóv­em­ber 1973 var banda­rísk herflug­vél af gerðinni Douglas C-117 á leiðinni frá Höfn í Hornafirði til her­stöðvar­inn­ar á Kefla­vík­ur­flug­velli þegar veður fór skyndi­lega versn­andi. Flug­vél­in hafði verið að umi_flugvel2flytja varn­ing til rat­sjár­stöðvar­inn­ar við Stokksnes. Hit­inn féll niður í 10 gráðu frost, öfl­ug­ar vind­hviður skullu á flug­vél­inni og ís fór að safn­ast fyr­ir í vél henn­ar. .... Þegar flug­vél­in kom niður fyr­ir ský­in í 2.500 feta hæð sá Fletcher að þeir væru stadd­ir yfir ein­hverj­um sem „liti út eins og tunglið.“ Þar var um að ræða Sól­heimasand. Hann ákvað að gera til­raun til þess að lenda í fros­inni sand­fjör­unni. Það tókst og stöðvaðist vél­in að lok­um um sex metra frá sjón­um. Flug­vél­in var illa far­in eft­ir lend­ing­una en all­ir voru á lífi. „Þægi­leg­asta lend­ing sem ég hef tekið þátt í,“ sagði How­ard Rowley síðar en hann var í áhöfn­inni." Síðar komu fulltrúar bandaríska hersins og hirtu allt sem hægt var að hirða úr flug­vélaflak­inu og skildu síðan það sem eft­ir stóð eft­ir á Sól­heimas­andi þar sem það hef­ur verið síðan.

umi_flugvel1

 
Frá sandinum er víðsýnt og fögur fjallasýn í góðu skyggni. Síðan er haldið áfram upp að fjallsrótum og upp með ánum inn í falin gljúfur þar sem grænn gróður ræður ríkjum. Loks er haldið til baka meðfram fjöllunum og þar er hringnum lokað.
 
fjórhjól
 
Í heild sinni vorum við 2:20 mínútur í ferðinni og keyrðum 28.5 km. Á ferð vorum við 1:12 mínútur og 68 mínútur stopp. 
 
Eftir fjórhjólaferðina var haldið aftur á Hótelið en þangað vorum við komin rétt fyrir klukkan 18. Mæting í fordrykk á slaginu 18:30. Í góðra vina hópi er tíminn heldur betur fljótur að líða og áður en við áttuðum okkur á var borðið okkar tilbúið. Þegar við tékkuðum okkur inn völdum við hvaða mat við vildum. Gátum valið úr 3 gerðum af forrétti, aðalrétti og eftirrétti. Diskarnir voru flottir og maturinn virikilega bragðgóðir. 
 
umi_eftir

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

JónJóhannBloggar

Hér eru léttar lýsingar á upplifun á ferðum höfundar.

Höfundur

Jón Jóhann Þórðarson
Jón Jóhann  Þórðarson

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • hopur skarðsheiði
  • Hlöðufell leid
  • Hlöðufell hopur
  • HopruinnOGHrutaborg
  • Eyjadalur

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband