19.5.2020 | 21:32
Ísland - Já takk!
Frábærir ferðafélagar ala Verslógengið skellti sér í innanlands-saumaklúbbsferð helgina 16.-17 maí 2020. Gerða smellti inn athugasemd hvort menn væru til í innanlandsferð 2. maí. Allir klárir (og í raun æstir í að fara) og þá var drifið í að leita tilboða.
Betri helmingurinn í fjórhjólaferð
Niðurstaðan var hið rómaða UMI hótel. Við keyptum pakka sem innihélt nótt á hótelinu, 3ja rétta kvöldverð og morgunmat daginn eftir. Hótelið er staðfest 150 km frá Reykjavík, svo gott sem beint fyrir neðan Þorvaldseyri með stórkostlegu útsýni yfir Eyjafjallajökul. Hótelið er í eigu fjölskyldu sem tók vel á móti okkur. Hótelið var opnað 2017 og er allt hið smekklegasta í hönnun. UMI er japanska og þýðir Haf.
Við mættum um klukkan 13:30 og spjölluðum aðeins og svo var haldið austur að Ytri Sólheimum í 2 tíma ævintýraferð á fjórhjólum. Eftir að þeir Valdi (aðalfararstjórinn) og Magnús voru búnir að kenna okkur á fjórhjólin og öryggisatriði var bara brunað af stað. Leiðin lá um móa og mela til að byrja með og eftir árfarvegi undir Þjóðveg 1 og niður á Sólheimasand.
Í grein Morgunblaðsins frá 2016 segir svo frá: "Þann 21. nóvember 1973 var bandarísk herflugvél af gerðinni Douglas C-117 á leiðinni frá Höfn í Hornafirði til herstöðvarinnar á Keflavíkurflugvelli þegar veður fór skyndilega versnandi. Flugvélin hafði verið að flytja varning til ratsjárstöðvarinnar við Stokksnes. Hitinn féll niður í 10 gráðu frost, öflugar vindhviður skullu á flugvélinni og ís fór að safnast fyrir í vél hennar. .... Þegar flugvélin kom niður fyrir skýin í 2.500 feta hæð sá Fletcher að þeir væru staddir yfir einhverjum sem liti út eins og tunglið. Þar var um að ræða Sólheimasand. Hann ákvað að gera tilraun til þess að lenda í frosinni sandfjörunni. Það tókst og stöðvaðist vélin að lokum um sex metra frá sjónum. Flugvélin var illa farin eftir lendinguna en allir voru á lífi. Þægilegasta lending sem ég hef tekið þátt í, sagði Howard Rowley síðar en hann var í áhöfninni." Síðar komu fulltrúar bandaríska hersins og hirtu allt sem hægt var að hirða úr flugvélaflakinu og skildu síðan það sem eftir stóð eftir á Sólheimasandi þar sem það hefur verið síðan.
Um bloggið
JónJóhannBloggar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.