Reykjadalur

reykjadalur6

Mig hafði lengið dreymt um að ganga Reykjadalinn og að heitu laugunum. Við Gerða fórum fyrir nokkrum árum með Helga frænda að ofan, frá Ölkelduhálsi, en aldrei þessa hefðbundnu leið frá Hveragerði. Leið er mjög auðveld og vel merkt. Hún er um 3,4 km á lengd. Á sjálfan þjóðhátíðardaginn 17 júní var drifið í málinu og Rósa, Hákon og fjölskylda mættu ásamt mér, Gerðu og Tómas. Úr varð ljómandi skemmtileg ferð í fínu veðri en svolítið köldu sérstaklega á móti vindinum á niðurleiðinni.

Reykjadalir sem sumir nefna Reykjadal en þeir eru fleiri en einn og fleiri en tveir.  Einn hefur t.a.m. verið nefndur Gjósta, virkt hverasvæði.  Dalirnir eru hluti af eldstöð sem kennd er við Hengil og nær eldstöðin frá Hveragerði til Nesjavalla, vestur fyrir Hengil og suður í Hverahlíð.  Landslag svæðisins einkennist af jarðhita og er þar fjöldi hvera og lauga, berggangar, brot og framhlaup. 

Á svæðinu eru einkennandi lækjarsytrur sem seytla niður hlíðar dalsins.  Þær eru allsérstæðar á landsvísu enda hafa þær mikið að segja til um lífríki hveranna.

Innri hluti Reykjadals ásamt Klambragili er mjög votlendur og undirlagður heitum hverum og laugum.  Volgar ár og lækir eru algengir.

Við lögðum af stað úr bænum rétt um klukkan 16:30 og ökumenn á sitthvorum bílnum voru þeir Sverrir og Tómas Bjarki. Tómas létt stressaður að keyra niður Kambana en allt gekk eins og í sögu. Töluvert var af fólki á göngunni og vakti athygli okkar að mikið var af ungu fólki og þá sérstaklega erlendu ungu fólki sem hafði með sér nokkra kalda! Ferðin hófst að sjálfsögðu og hóað var í næsta mann sem reyndist vera erlendur ferðamaður og höfðu þær Gerða og Rósa töluverðar áhyggjur af Co-Vid smiti. En hvað um það þá var ferðin upp í fínu lagi og Hekla sú yngsta í ferðinni sóttist leiðin mjög vel. Þegar upp var komið skelltu strákarnir og Hekla sér í heita lækinn en Rósa og Gerða fylgdust með. Vatnið var misheitt eftir því hvar við settumst í lækinn. Búið er að byggja palla meðfram læknum sem og smá girðingu til að hægt sé að skipta um föt. 

Eftir að hafa legið dágóðs stund í pottinum var haldið til baka. Við ætluðum auðvitað að versla við heimamenn og kaupa okkur pizzu en annars pizzastaðurinn var lokaður og biðlisti hjá hinum þannig að við brunuðum í bæinn og beint á Eldsmiðjuna á Suðurlandsbraut. Flottur dagur og flott ferð.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

JónJóhannBloggar

Hér eru léttar lýsingar á upplifun á ferðum höfundar.

Höfundur

Jón Jóhann Þórðarson
Jón Jóhann  Þórðarson

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • hopur skarðsheiði
  • Hlöðufell leid
  • Hlöðufell hopur
  • HopruinnOGHrutaborg
  • Eyjadalur

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband