Þorvaldsdalur skokkaður

Það hefur lengi verið á stefnuskránni að hlaupa Þorvaldsdalinn í Eyjafirði. Við hjónin ásamt Hákoni og Rósu skráðum okkur í lengsta legginn sem átti að vera u.þ.b. 25 kílómetrar. Dagsetningin 4. júlí hentaði bara vel. Leikur við KA á sunnudeginum og bæði þurfti Hákon að þorvaldsdalur3aðstoða aðeins á N1 mótinu dagana á undan sem og að mæta á fyrirhugað ættarmót á Blönduósi. Allt gekk upp og við hjónin ásamt einkadótturinni brenndum norður á fimmtudeginum í rjómablíðu sem átti eftir að haldast alla leið fram á sunnudag.

Mæting við Árskógsskóla fyrir klukkan 11 á laugardeginum. Eftir að hafa farið í smá skoðunarferð niður á Árskógssand snérum við við og komum að skólanum þar sem mætti okkur múgur og margmenni enda um 150 hlauparar skráðir í hlaupið. Stuttu síðar mættu rúturnar sem keyrðu okkur að Fornhaga þar sem hlaupið hófst. Til viðbótar við okkur fjögur var Margrét mágkona Kristjáns að hlaupa ásamt auðvitað miklu fleirum.

Til að gera langa sögu stutta þá er hlaupinu lýst svona á heimsíðu hlaupsins:

Skokkið hefst við Fornhaga í Hörgárdal (þjóðvegur 815), en Fornhagi er 90 m yfir sjávarmáli, og endamarkið er við Árskógsskóla, sem er um 60 m yfir sjávarmáli. Vegalengdin er um 25 kílómetrar. Allbratt er fyrsta spölinn upp frá Fornhaga og dalbotninn nær 500 m hæð eftir um 5 km, í svonefndri Kytru, en úr því hallar undan með þeim frávikum sem landslagið býður upp þorvaldsdalur4á. Skokkarar fylgja sennilega helst fjárgötum, en mega fara hvaða leið sem þeim sýnist þægilegust. Leiðin er ómerkt. Farið er um móa, mýrlendi og norðlenskt hraun (framhlaup). Menn mega búast við því að blotna í fætur við að fara yfir mýrar og læki.

Að hlaupi loknu birtist þetta á heimasíðu hlaupsins:

"Lokið er 27. Þorvaldsdalsskokkinu sem fór fram við góðar veðuraðstæður 4. júlí 2020. Færið á dalnum var hins vegar með "kaldara" móti en sakir snjóþunga vetursins voru feikn af snjó sem hlauparar þurftu að hlaupa yfir og var þetta umfram það sem elstu menn muna!"

Það voru orð að sönnu að hlaupið hafi verið með kaldara lagi. Bara á fyrsta kílómetranum blotnuðum við í fæturna og eftir því sem ofar dró jókst snjómagnið. Fyrsti skaflinn til að hlaupa yfir kom eftir um 3,9 km og sá síðasti eftir um 15 km. Undirlagið var bæði fjölbreytt og erfitt. Fyrstu kílómetrarnir var hlaupið utan í fjalli sem kallast Fálkahaus. Þar var að mestu hlaupið eftir kindagötum í gegnum móa og mela. Eftir því sem ofar dró og við nálguðumst hinn eiginlega Þorvaldsdal fór að "blotna" verulega í hlaupaleiðinni og margoft þurftum við að stikla yfir langa mýrarkafla, stikla yfir og eftir þúfuhausum. 

Síðan er hlaupið niður að árbakkanum við Þorvaldsá og áfram að vatni sem er efst í dalnum yfir Hrafnagilshraun en þar er hlaupaleiðin sérlega gróf og leiðinleg að hlaupa yfir. Á u.þ.b. 5 km fresti voru drykkjarstöðvar þar sem hægt var að skella í sig bæði vatni og Powerade. Skemmtilegt að segja frá því að rétt áður en 3ja drykkjarstöðin var tók ég framúr göngufólki sem myndaði heiðursfylkingu og klappaði þegar ég og annar hlaupari "geystumst" fram úr þeim. Síðasti kaflinn var eftir frekar grófum vegi upp og niður brekkurnar ofan Árskógar. Hlaupið endaði síðan við tún skammt ofan þjóðvegarins. 

Í markinu var boðið upp á frábærlega bragðgóða kjötsúpu, hleðslu, kaffi og súkkulaði. Frábært að hafa náð að klára þetta þótt þær Gerða og Rósa hafi sagt fljótlega að þetta hlaup þyrftu þær ekki að hlaupa aftur!

 

þorvaldsdalur1

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

JónJóhannBloggar

Hér eru léttar lýsingar á upplifun á ferðum höfundar.

Höfundur

Jón Jóhann Þórðarson
Jón Jóhann  Þórðarson

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • hopur skarðsheiði
  • Hlöðufell leid
  • Hlöðufell hopur
  • HopruinnOGHrutaborg
  • Eyjadalur

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband