Fimmvörðuháls fram og tilbaka

Það hefur sennilega verið eftir Laugavegsgönguna sem við gengum á 2 dögum í rjómablíðu sumarið 2018 að hugmyndin kviknaði að ganga Fimmvörðuháls fram og tilbaka. Gerða var stórtæk og vildi helst ganga fram og tilbaka sama daginn en niðurstaðan varð að við myndum ganga yfir og gista í Básum á Goðalandi og ganga síðan til baka daginn eftir. 

fimm3 upphaf

Gönguhópurinn góði GÁGS (Gengið á góða spá) við Skógafoss.

Ekkert varð af ferðinni 2019 en þann 7. júlí 2020 var lagt í hann. Til að gera langa sögu stutta þá hefur veðrið á hálsinum sjaldan verið betra en þessa 2 daga sem við vorum á göngu. Fyrri daginn var algjörlega heiðskýrt og með létta golu í bakið gengum við yfir hálsinn á rúmum 7 og hálfum tíma. Lögðum af stað rétt fyrir klukkan 12 á hádegi og vorum kominn í Bása um klukkan 19:30. Eftir frábæra nótt í Básum þar sem logn og a.m.k. 13 stiga hiti var, lögðum við af stað rétt fyrir klukkan 10 að morgni og vorum komin yfir um klukkan 16:30.

Á bakaleiðinni lentum við í þoku eftir - í Bröttufönn og Fimmvörðuhálsinum sjálfum eftir það var heiðskýrt veður en nokkur gjóla á móti sem jókst heldur eftir því sem neðar dró. Allt í allt um 52 kílómetrar í göngu með allt á bakinu. Frábær ferð að baki þótt ég sjálfur hafi aðeins glímt við hælsæri og nuddsár á hásininni og gekk ég síðustu 6 kílómetrana á inniskónum! 

Leiðin yfir Fimmvörðuháls er ákaflega fjölbreytt og gaman að upplifa hvað ferðin er ólík eftir því hvor leiðin er farin. Í bók sinni Fimmvörðuháls eftir Sigurð Sigurðarson segir svo: "Svo undarlega sem það kann að hljóma er leiðin yfir Fimmvörðuháls eiginlega tvær ólíkar gönguleiðir. Annars vegar er um að ræða gönguleiðina frá Skógum í Bása og hins vegar gönguleiðina frá Básum að Skógum. Að sjálfsögðu er hér um sömu leiðina að ræða, en aðeins þeir sem hafa farið báðar leiðir, vita að þetta eru tvær ólíkar gönguleiðir. Allt önnur sýn á náttúru og umhverfi fæst þegar gengið er í gagnastæða átt. Með sömu rökum mætti telja fjórar leiðir, yfir Hálsinn að sumarlagi og yfir Hálsinn að vetrarlægi."

Eins og áður sagði lögðum við af stað í rjómablíðu um klukkan 12 að hádegi eftir að hafa brennt austur í bíl með Hákoni og Rósu. Við sátum úti og borðuðum fimm5 maturnesti á tjaldsvæðinu við Skógafoss og nutum lífsins áður en lagt var í hann. Fyrsti leggurinn er upp stáltröppurnar meðfram fossinum sjálfum. Þegar upp er komið opnast frábært útsýni upp á Skógaheiðina og leiðin liggur meðfram Skógaánni og öllum hinum ótal fossum sem sumir hverjir gefa hinum eina sanna ekkert eftir í formfegurð. Sigurður Sigurðarson segir í bók sinni um Fimmvörðuháls: "Fossarnir í Skógárgljúfri eru 23 frá Skógafossi að þeim stað sem gönguleiðin liggur yfir ána á lítilli göngubrú. .. Af 23 fossum eru níu nafnlausir að því er best er vitað." Fyrstu 5-6 kílómetrarnir erum á mjúkum moldarstígum meðfram ánni og að göngubrú yfir ánna sem. Göngubrúin er í um 700 metra hæð. Þar skiptir landið um svip.

Núna er gengið eftir veginum, grófum malarvegi næstum alla leið að Baldvinsskála, frekar tilbreytingarlaus og ekkert sérstaklega skemmtileg leið. Að skálanum eru u.þ.b. 12 km gangur frá Skógum. Þegar upp í Baldvinsskála tók á móti okkur hópur fólks sem skálaði í freyðivíni! Hópurinn sá hefur fimm2 tjoldtrúlega lagt af stað 2 tímum á undan okkur. Í skálanum hittum við geðþekka konu sem var þar skálavörður og sagði okkur aðeins frá nýja skálanum sem reistur var 2010. Sjá má sögu Baldvinsskála á myndinni hér til hliðar. Hún er þar skálavörður 6-8 vikur á hverju sumri og vill hvergi annars staðar vera. Ég bauð eiginkonunni upp á kók og var hún fljót að segja já við því!

Frá Baldvinsskála er ekki langt upp á Fimmvörðuhálsinn sjálfan sem gefur gönguleiðinni nafn. En hæst fer leiðin í um 1070 metra hæð í um kílómeters fjarlægð frá Baldvinsskála. Það var einmitt á þessum hæsta punkti sem við tókum fram úr hópnum góða sem við höfðum hitt í skálanum. Eitt parið í hópnum var langsíðast og hafði kona nokkur, sem greinilega átti orðið í töluverðum vandræðum, það á orði við mann sinn að hún myndi bara éta steikina kalda þegar niður í Þórsmörk væri komið! Á þessum kafla er gengið yfir snjóskafla meira og minna alveg að gígunum Móða og Magna. Þar breyttist leiðin og lengdist aðeins við að krækja fyrir nýja hraunið. Eftir að hafa gengið framhjá minnismerki um þrjá göngumenn sem urðu úti árið 1970 og stendur utan í Bröttufannarfellinu lá leiðin hratt niður á við. Við fórum óvart yfir Heljarkambinn með keðjunum sínum og héldum að hann væri þegar farið væri niður af Morinsheiðinni þannig að við gleymdum alveg að vera eitthvað smeik!

Að horfa yfir í Þórsmörk ofan af Bröttufönn er alveg magnað, litadýrðin og stórskorið landslagið alveg stórkostlegt. Ofan af Morinsheiðinni liggur leiöin utan í heiðarhorninu og síðan áfram yfir moldarstígum niður á Kattarhryggi og að að ég held Strákagili þar sem búið er að leggja tröppur upp mesta brattann. Það var dásamlegt að ganga þessa síðustu kílómetra niður í Bása. Í Básum gistum við í rjómablíðu í nýju tjöldunum. Um miðja nótt í einni af pissuferðinni var stafalogn og um 13 stiga hiti. 

Við vöknuðum upp úr klukkan 08 og fórum að tygja okkur fljótlega eftir morgunmatinn. Lögðum loks af stað klukkan 09:54 eins og áður sagði. Það var ekki alveg eins fallegt á að líta upp fimm1eftir fyrst í stað en smám saman vék þokan fyrir sólinni og eftir að hafa náð toppnum gengum við í rjómablíðu alla leið í Skóga. Þegar við vorum rétt komin upp síðasta snjókaflann í Bröttufannarbrekkunni ákváðu stelpurnar að pissa og við Hákon gengum upp að minnismerkinu sem áður sagði frá. Þær komu gangandi út úr þokunni og heyrðum við í þeim löngu áður en við sáum þær. Síðan héldum við áfram, framhjá Magna og Móða og áleiðis yfir fyrstu snjósléttuna. Þá fimm4 rasssegir Rósa: "Hvar er síminn minn?" og þær Gerða áttuðu sig á því að hún hafði lagt hann frá sér á jörðina þegar þær fóru að pissa. Við vorum búin að ganga um 1,5 kílómetra, ekki mikil hækkun þarna en þó einhver. Hákon skildi farangurinn eftir og hljóp til baka að tveimur dökkum blettum þar sem síminn lá óhreyfður. Eins gott að þetta reddaðist því annars væri rassamyndin góða glötuð! En áður en við náum að Baldvinsskála var Hákon búin að ná okkur á ný, ekki mikið mál hjá honum að skottast 3km aukalega! 

Gönguhópurinn Toppfarar hafa nokkrum sinnum farið yfir Fimmvörðuháls og hér má lesa skemmtilega frásögn þeirra í máli og myndum. Elísabet Jökulsdóttir rithöfundur og fyrrverandi forsetaframbjóðandi skrifaði skemmtilega og ljóðræna leið um ferð sína yfir Fimmvörðuháls sem lesa má hér.

Heildarvegalengd er aðeins á reiki en við giskum á að leiðin sé um 26 km hvora leið. Mesta hæð var um 1070 m og hækkunin var 1.376 m úr 29 m upphafshæð við Skógafoss.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

JónJóhannBloggar

Hér eru léttar lýsingar á upplifun á ferðum höfundar.

Höfundur

Jón Jóhann Þórðarson
Jón Jóhann  Þórðarson

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • hopur skarðsheiði
  • Hlöðufell leid
  • Hlöðufell hopur
  • HopruinnOGHrutaborg
  • Eyjadalur

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband