Egilsstaðir 2020 - Túristar í eigin landi

egs1

Hópurinn með gestgjöfunum í hinu magnaða Stuðlagljúfri

Við hjónin ásamt ferðafélögunum Hrund og Inga og Dodda og Lenu brenndum austur á Egilsstaði til að heimsækja Kára Val og hans konu Valdísi. Ferðina bara skjótt að þannig og smellpassaði á milli Fimmvörðuhálsferðarinnar og Veiðivatnaferðar fjölskyldunnar og þá rétt nýkominn frá Akureyri. En sagði Tómas Bjarki við mömmu sína: "Ætlar þú ekkert í frí?" Honum fannst svona ferðalög ekkert sérstakt frí.

Ferðin var tekin rólega. Lagt af stað um klukkan 14 á fimmtudegi. Keyrt á Selfoss til að skoða í búðir! Á endanum var ákveðið að hópurinn skildi hittast í Reynisfjöru. Virkilega gaman að koma þangað enda orðin margfrægur staður úr fjölmiðlum. Það var haldið áfram að egs reynis2Kirkjubæjarklaustri þar sem við fengum okkur að borða á Systrakaffi. Staðurinn var þéttsetinn og Hrund og Gerða þurftu að bíta í tunguna á sér til að fara ekki að skipta sér af því hvernig fólki væri raðað til borðs! Guð hjálpi þjónunum ef Berglind hefði verið með í för! En maturinn var fínn og gott að setjast niður. 

Eftir þetta var brunað í náttstað, Hof í Öræfum. Þar nýttu allir sér ferðagjöfina ágætu. Við ætluðum að kaupa okkur morgunmat en hættum við þegar við fréttum að komið væri með poka með morgunmatnum að herbergjum okkar! Vöknuðum klukkan 09 og vorum lögð af stað um klukkan 10 eftir að hafa fengið okkur smá morgunmat í formi orkudrykkja og ostasalats sem Lena hafði keypt í bakaríi daginn áður.

Við Stoppuðum í Jökulsárlóni og tókum myndir og brunuðum svo í Höfn. Það var magnað að keyra undir jöklinum í brakandi blíðu. Ég tók því fullrólega á köflum (þrátt fyrir að vera á rúmlega 100 km hraða), svo rólega að Hrund spurði í bílnum hjá Dodda hvort ég væri að drepast! Og þau brunuðu framúr en voru svo sem ekki nema nokkrum mínútum á undan okkur þegar upp er staðið.  Á Höfn keyrðum við um á meðan við biðum eftir að veitingahúsið Pakkhúsið opnaði klukkan 12. Á slaginu var opnað og fólk streymdi inn en afgreiðslan var ein sú hraðasta og 12.25 var maturinn kominn á borð og við lögð af stað klukkan 12.40. En þar fékk Gerða sér humarloku sem er besti maturinn sem hún hefur fengið lengi.

Eftir Höfn var stefnt á Djúpavog þar sem við skoðuðum listaverkið Eggin í Gleðivík eftir Sigurð Guðmundsson. Hér má sjá smá samantekt um Eggin. Virkilega skemmtilegt þarna. Við ákváðum að sleppa Öxi og taka firðina. Stoppuðum í Steinasafni Petru á Stöðvarfirði. Mjög skemmtilegt safn, ekki síst upplýsingaskiltin um þessa mögnuðu konu. Þá var haldið í gegnum nýju Fáskrúðsfjarðargöngin og yfir í Reyðarfjörð og þaðan um Fagradal til Egilsstaða að Valaskjálf þar sem við gistum næstu 2 nætur. 

egs egg2

Við eggin góðu á Djúpavogi

Á Egilsstöðum pöntuðum við borð á Pizzastaðnum Aski og hittum Kára og fjölskyldu. Þegar borðið var pantað var okkur sagt að það gæti tekið tíma að fá pöntunina okkar. Við drifum okkur samt að panta en biðum engu að síður í rúman klukkutíma eftir pizzunum! En besta var nú samt þegar þjóninn kom til okkar varðandi rauðvínið sem við höfðum pantað. Því miður þá eru ekki til nema 5 rauðvínsglös! Tveir þurftu því að fá vatnsglös til að drekka rauðvínið úr! En pizzurnar voru góðar og rauðvínið líka. 

egs2

Vorum alveg ein í gilinu langa stund

Á laugardeginum vara dagurinn tekinn snemma og haldið beint í Stuðlagil. Við lögðum bænum við bæinn Klaustursel og gengum eftir sveitavegi um 5 kílómetra að gljúfrinu og það var sko ganga sem var vel þess virði. Algjörlega magnaður staður að heimsækja og hreint ótrúlega gaman að vera þarna í blíðunni ofan í gljúfrinu. Tímasetning okkar var líka nánast fullkomin þar sem við vorum ein um tíma á svæðinu og gátum myndað allt í bak og fyrir. Kári tók léttan sundsprett í Jökulánni og leið vel á eftir. Eftir Stuðlagilið héldum við áfram upp á hálendið og að Hafrahvammagljúfrum. Þar borðuðum við nesti og gengum niður í gljúfrið sjálft. Eftir það héldum við tiltölulega stutta leið að Kárahnjúkavirkjun þar sem stelpurnar skáluðu í freyðivíni. Síðan var brunað til baka eftir nýja fína veginum sem Landsvirkjun lagði upp að Kárahnjúkum. Vestari leiðin tekin og beint í Vök baths í Urriðavatni. Vök baths eru alveg geggjaður staður og við tókum líka smá sundsprett í Urriðavatninu sjálfu sem var virkilega gaman. Um kvöldið fórum við svo í flotta grillveislu hjá Kára og Valdísi. Virkilega skemmtilegt að koma til þeirra. 

egs gljufur tvo

Stuðlagil er alveg magnað

 

egs6

Gerða var alveg uppveðruð af Vök baths í Urriðavatni

Við Gerða kvöddum síðan ferðafélagana á sunnudagsmorguninn og brunuðum í bæinn klukkan 09 um morguninn. Við keyrðum þetta svo gott sem í einum rykk nema við stoppuðum í góðan hálftíma á Klaustri og fengum okkur borgara. Við komum heim rétt rúmlega 17 eftir að hafa keyrt á 10km hraða síðustu 2-3 kílómetrana að Rauðavatni.

Frábær ferð í alla staði. 1300 kílómetrar eknir + 250 með Kára

egs5

Á göngu niður að útsýnispallinum við Hafrahvammagljúfur

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

JónJóhannBloggar

Hér eru léttar lýsingar á upplifun á ferðum höfundar.

Höfundur

Jón Jóhann Þórðarson
Jón Jóhann  Þórðarson

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • hopur skarðsheiði
  • Hlöðufell leid
  • Hlöðufell hopur
  • HopruinnOGHrutaborg
  • Eyjadalur

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband