29.7.2020 | 13:58
Veiðvötn 2020
Eftir langa og stranga ferð frá Egilsstöðum var pakkað í töskur fyrir Veiðivötn. Það voru heldur færri í hópnum þetta árið en oft áður. Aðeins við Gerða og strákarnir ásamt Ella. Við hittumst í Skarði (reyndar fyrst í Olís sjoppunni á Vegamótum þar sem Elli sagði - það er alveg sama hvað ég fer snemma af stað alltaf ert þú á undan sagði hann við Gerðu!) og lögðum blóm á leiði Þorgerðar og Árna sem og á leiði foreldra Ella. En vegna fráfalls Sigríðar móður Eyþórs og jarðarfarar hennar 13. júlí komu Eyþór og fjölskylda ekki í Vötnin að þessu sinni og Helga (Aðgerðarformaður) og Siggi komu ekki fyrr en um kvöldið.
Okkur sóttist leiðin bara vel enda Tómas Bjarki að keyra frá Vegamótum og alla leið upp í Vatnsfell. Ekið var á löglegum hraða og ekkert vesen! Skipt var um ökumann í Vatnsfelli og var þá Tómas alveg búinn eftir að hafa keyrt bæði malarveg (frá Dómadalsafleggjaranum) og tiltölulega mjóan þjóðveg. En veðrið var gott og flugan í fínu formi þegar inn í Veiðivötn var komið rétt um klukkan 13. Barnabarn veiðivarðanna sótthreinsaði helstu staði í Bjalla og þangað vorum við komin 13:15. Þá var strax drifið í því að setja saman stangir og svo var bara haldið beint á bakkann sem að þessu sinni var Breiðavatn! Við köstuðum út 14:25 og fyrsti fiskurinn kominn á land 14:45 og formlegur veiðitími ekki hafinn! Hvað segir Eyþór nú?
Fram eftir degi var ágætisveiði og eftir pylsuveisluna um kvöldið var haldið á Síldarplanið í Fossvatni og þaðan í Litla sjó og áfram bara nokkur veiði. Á þriðjudeginum var byrjað á Eyrinni í Langavatni og fengust þar nokkrir fiskar. Síðan var haldið í suðurvötnin, Skálavatnsgíginn, Snjóölduna, Breiðavatn, Ónefndavatn og fleiri. Áfram einhver veiði þangað til um klukkan 16 um daginn. Eftir það fékkst ekki branda og við varla urðum vör.
Ekki einu sinni bleikjan gaf sig í Snjóöldunni. Eftir hangikjötið var haldið í norður vötnin, Litlasjó og Grænavatn en áfram. Engin veiði og við varla vör.
Á miðvikudagsmorgunn fórum við bara 3 út - Tómas með leik um kvöldið og fékk að sofa lengur og Elli var orðinn saddur og sæll með sína fiska. Við hættum um klukkan 11 eftir að hafa fengið nokkra fiska í Ónýtavatni. Elli mjög glaður þegar við renndum í hlað rúmlega 11 og farin vorum við úr vötnunum góðu upp úr klukkan 12 og komin heim rúmlega 15. Fyrst við vorum svona snemma á ferðinni var hægt að skutla fiskinum beint í reyk. Vel lukkuð ferð í alla staði þótt óvenju fámenn væri.
Heildarniðurstöður voru sem hér segir:
Elli í fullum skrúða!
Þeir voru misstórir fiskarnir!
Þessi ætlaði að vaða í Gerðu í Litla Skálavatni
Um bloggið
JónJóhannBloggar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.