Á fartinum í Fjögurra skóga hlaupi

 20200727 162605

Skemmtilegur verðlaunapeningur úr við úr Vaglaskógi

Þarf að æfa mikið fyrir hlaupið? "Nei ég bara bíð eftir pósti um í hvaða hlaup Rósa er búin að skrá mig og þá er ég klár," sagði Hákon þegar hann var spurður hvort hann hefði æft mikið fyrir Fjögurra skóga hlaupið 2020. Reyndar er það ekki alveg satt því Hákon fékk góða æfingu að hlaupa 24 kílómetra Þorvaldsdalsskokk 3 vikum áður við nokkuð erfiðar aðstæður. En hlaupahópur Breiðabliks skilaði 20 hlaupurum að þessu sinni í hlaupið.

4skoga_fjor

Þær voru kátar stelpurnar að hlaupi loknu!

Fjögurra skóga hlaupið hefur verið haldið frá árinu 2011 en það fer fram í suðurhluta Fnjóskadals í júlí ár hvert. Hlaupið er fjáröflunarleið fyrir björgunarsveitina Þingey og hefur lukkast afskaplega vel í gegnum tíðina. Hlaupið er í gegnum fjóra skóga: Vaglaskóg, Lundskóg, Þórðarstaðaskóg og Reykjaskóg. Náttúrufegurð er mikil á svæðinu og ekki spillir fyrir að  mikil veðursæld er í Fnjóskadal. Hér má sjá heimasíðu hlaupsins á Facebook en þar eru upplýsingar um hlaupið ásamt myndum úr hlaupinu.

Hlaupið kom nokkuð á óvart. Var frekar hratt en skemmtilegt, töluvert um brekkur á leiðinni og sagði Garmin að hækkunin hafi verið 484 metrar. Við Hannes nágranni Blöndal hlupum alla leiðina og nánast leiddumst í markið töluvert langt á eftir Hákoni sem náði 3ja sætinu í hlaupinu. 

4skoga_hjon

Við Gerða vorum bara sátt í markinu!

17,6 km hlaupið var reyndar bara þriggja skóga hlaup. Hlaupið hófst í sudda austan brúar við sumarhúsabyggðina við Illugastaði. Þaðan var hlaupið að Þórðarstaðaskógi og í gegnum hann að Lundskógi og yfir að Vaglaskógi þar sem hlaupið endaði við Bjarmavöll skammt frá Þjóðvegi 1. Leiðin var sérlega krókótt í gegnum Vaglaskóg, bæði upp og niður og í gegnum þrönga skógarstíga þar sem greinar slúttu fram og vildu grípa í hlauparana sem "geystust" framhjá.

4skoga_oll

Hlaupafélagarnir - hvað verður það næst?

 fjögurra_haalind

Háulindarbúarnir á fullum spretti. Ég full þreytulegur! (mynd af síðu hlaupsins)

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

JónJóhannBloggar

Hér eru léttar lýsingar á upplifun á ferðum höfundar.

Höfundur

Jón Jóhann Þórðarson
Jón Jóhann  Þórðarson

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • hopur skarðsheiði
  • Hlöðufell leid
  • Hlöðufell hopur
  • HopruinnOGHrutaborg
  • Eyjadalur

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband