Ársuppgjör 2020

Það var margt brallað árið 2020 þrátt fyrir að kóvíd krísan takamarkaði ferðalög. En við hjónin náðum nú samt að fara í tvær hlaupaferðir og fjölmargar gönguferðir á árinu. Mest af þessum ferðum eru skráðar í gegnum úrið góða (Garmin forerunner) en þó ekki allar. En  heildar niðurstaðan fyrir árið 2020 lítur svona út.

 

Hreyfing2020

 

Myndin segir til um heildarvegalegndir í kílómetrum á mánuði árið 2020. Að meðaltali ferðaðist ég fyrir eigin orku að meðaltali 436 kílómetra á ári. Langmest eða 316 km var á hjóli, 74 km hlaupandi og 46 km í fjallgöngu eða lengri gönguferðum.

60 ferðir voru farnir á Esjuna á árinu. Þá gengum við Gerða með göngufélögum okkar áleiðis á Hengilinn í apríl sem og 25 km leið frá Sleggjubeinsskarði að Úlfljótsvatni. Í maí fórum við Selvogsgötuna frá Grindaskörðum að Strandarkirkju. Í júní voru það Móskarðahnjúkar í Esju og Reykjadalurinn. Í júlí fórum við Fimmvörðuháls fram og til baka ásamt því að við Atli Þórður fórum í feðgaferð frá Móskarðahnjúkum, yfir Svínaskarð um kjós og Hvalfjörð, yfir Síldarmannagötur og enduðum við Skorradalsvatn. Rúmlega 40 km á 2 dögum með gistingu í tjaldi. Í október fórum við síðan Leggjarbrjót sem allt í allt er um 17 km. Í desember gengum við GSM og Anton hina svokölluðu vitagöngu frá Skarfavita í Sundahöfn að Gróttuvita alls um 20 km leiða meðfram strandlengju Reykjavíkur.

Í hlaupum ber helst að nefna 2 hlaup norður í landi. Það fyrra kallast Þorvaldsdalsskokkið og er rúmir 23 km eftir kindagötum í gegnum Þorvaldsdal. Seinna langa hlaupið var síðan hið 17 km langa Fjögurra skóga hlaup í Fnjóskadal. 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

JónJóhannBloggar

Hér eru léttar lýsingar á upplifun á ferðum höfundar.

Höfundur

Jón Jóhann Þórðarson
Jón Jóhann  Þórðarson

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • hopur skarðsheiði
  • Hlöðufell leid
  • Hlöðufell hopur
  • HopruinnOGHrutaborg
  • Eyjadalur

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband