Ævintýraveröld Stórurðar

storurd7 

Ferðafélagarnir með blátt vatnið í baksýn

 

Stórurð er ein mesta náttúruperla Íslands og svo sannarlega vel þess virði að leggja á sig drjúga göngu til að skoða Stórurð og upplifa hrikaleik Dyrfjalla í návígi. Stórurð er mynduð úr risavöxnum móbergs- og þursabergsbjörgum sem fallið hafa ofan á skálarjökul sem legið hefur við Dyrfjöll og má enn sjá leifar af honum undir hömrum fjallanna. Í urðinni er einstök náttúra; sléttir grasbalar, hrikalegir grjótruðningar, steinblokkir, sumar tugir metra á hæð, blágrænar tjarnir og sérstakur gróður. Saman mynda þessi náttúrufyrirbrigði ævintýralega veröld sem lætur engan ósnortinn. 

Það er svolíið erfitt að lýsa upplifuninni. Umhverfið er stórfenglegt og um leið hrikalegt. Veðrið var heldur ekkert að skemma fyrir eins og sést á myndunum. Sól, heiðskýrt og a.m.k. 20 stiga hiti. Í svona veðri voru grænblá vötnin í Stórurð ótrúlega fögur. 

storurd5

Með dyrnar í Dyrfjöllum í baksýn

Við gengum frá Njarðvík að Stórurð (frá bílastæði í miðju Vatnskarðinu) en einnig er hægt að fara ofan af Vatnsskarði, að vestan frá Héraði og einnig úr Borgarfirðinum sjálfum. Leiðin sem við völdum var ekki löng fyrir vant fólk eða 4,6 km hvor leið og ganga í Stórurðinni sjálfri að auki. Þannig að allt í allt var þetta 10,14 km sem við kláruðum með stoppum á 3 tímum og 8 mínútum (moving time 2:23). Hækkun var 531 metri en upphafði mældist í 160 metra hæð yfir sjávarmáli og hæsti punktur á leiðinni 589 metrar. Frábær undirbúningur fyrir Dyrfjallahlaupið daginn eftir.

Leiðin lá um móa og mela. Frekar aflíðandi en einni skarpri hækkun upp í skarðið þar sem sá yfir Stórurðina. Niður í dýrðina sjálfa var síðan aftur 60-80 metra lækkun á mjög stuttri vegalengd. 

storurd1

Við upphaf ferðar

 

storurd2

Dyrastafurinn í baksýn

 

storurd4

Við dyrnar

 

storurd6

Magnað að horfa yfir blágræn vötnin

 

storurd8

Við leiðarlok

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

JónJóhannBloggar

Hér eru léttar lýsingar á upplifun á ferðum höfundar.

Höfundur

Jón Jóhann Þórðarson
Jón Jóhann  Þórðarson

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • hopur skarðsheiði
  • Hlöðufell leid
  • Hlöðufell hopur
  • HopruinnOGHrutaborg
  • Eyjadalur

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband