3.8.2021 | 22:01
Augnakonfekt í Auganu
Eftir að hafa orðið að hætta við Heklu göngu vegna þoku niður í miðjar hlíðar ákváðum við að skoða "nýjasta Instagram" fyrirbærið á landinu. Hið svokallaða Auga í Rauðufossum að Fjallabaki. Læknarnir og göngufélagarnir Tómas og Ólafur skrifuðu nýlega í Fréttablaðið um fyrirbærið (sjá hér link á greinina):
"Umhverfi Rauðauga er ekki síður magnað en augað sjálft. Úr því rennur lindá, Rauðufossakvísl, en rauðbrúnn botninn myndar skemmtilegar andstæður við ljósgrænan mosagróðurinn og svarta sandana í kring. Þetta er keðja fossa og fimm kílómetrum neðar er sá stærsti, sem heitir Rauðufossar og sést þegar ekið er inn í Landmannalaugar eftir Landmannaleið í gegnum Dómadal. Af henni liggur jeppavegur, Krakatindsleið, og eftir stutta keyrslu er við hana lítið bílastæði. Þar hefja flestir tæplega klukkustundar göngu að Rauðufossum, en síðan má halda áfram göngunni upp hlíðar vestan megin Rauðufossakvíslar alla leið að Rauðauga."
Við lögðum af stað úr Köldukinn ásamt Hákoni og Rósu og þeirra börnum. Að auki fylltum við Gerða bílinn okkar af börnum systra Gerðu. Lögðum af stað um klukkan 14 og keyrðum sem leið lá eftir Landvegi inn á Dómadalsleið og síðan keyrðum vio og keyrðum enda vissum við ekki alveg hversu langt þetta var. Veðrið versanðí með hverri mínútunni sem leið og okkur leyst ekki á blikuna. En skyndilega rofaði til og við sáum skiltið sem vísaði veginn, Krakatindsleið, og jújú það stóð heima að við vorum á réttum stað þegar við sáum helling af bílum á pínulitllu bílastæði við upphaf göngunnar. Keyrslan tók góðan hálftíma en er samt sem áður ekki nema um 25 kílómetrar en vegurinn er krappur og þröngur á köflum, svo þröngur að á einum stað þurftum við að bakka 100 metra til að hleypa einum framhjá.
Ganga sjálf var létt og löðurmannlega a.m.k. fyrir okkur fjallageiturnar. Tæplega 5 kílómetra ganga var að Auganum með um 230 metra hækkun á leiðinni. Allt í allt var þessi ganga 9,7 km sem við gengum á 2:34 (á hreyfingu 1:58). Virkilega skemmtileg ganga um algjörlega magnað svæði. Það hafði svo sem mátt vera meiri fjallasýn en það kemur bara næst. Það var ótrúlega gaman að vera þarna í kyrrðinni og sjá þokuna læðast um fjallstoppana. Dyjamosi, sá ljósgræni viðkvæmi gróður, var allsráðandi á svæðinu og ótrúlega sterkar andstæður á milli rautt, grænt, svart.
Stígarnir á leiðinni vorum mjög fínir, Umhverfisstofunun greinilega að gera góða hluti, og stikur alla leið að Auganu. Allir voru sælir og sáttir þegar upp í bíl var komið og heimleiðin tók miklu mun skemmri tíma og vorum við komin upp í Köldukinn rétt fyrir klukkan 19 á sunnudagskvöldi.
Hluti hópsins við fyrsta stoppið - Rauðufossar í baksýn
Augað sjálft - uppsprettan fagra
H20 fjöllan með Augað í baksýn
Gerða, Jón og börnin; Tómas Bjarki, Sigurður Helgi, Þórey María og Helga Sigríður
Rándýr sjálfa af öllum hópnum!
Hópurinn minnir á uppröðuð augnhár við augað!
Vaðið í fossunum ísköldu skammt neðan við Augað!
Um bloggið
JónJóhannBloggar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.7.): 1
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 62
- Frá upphafi: 5471
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 58
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.