Leiðsögn á Fimmvörðuhálsi

fimm1

Hirðmyndasmiðurinn Hrund með hópinn á sjálfu í upphafi ferðar

Það var á vormánuðum að Dagný systir Gerðu spurði hana hvort við Gerða værum ekki tilkippileg sem fararstjórar yfir Fimmvörðuháls með þær vinkonur Dagnýju og Dóru ásamt mökum. Við héldum það nú enda alltaf til í góða göngu. Í fyrstu var reiknað með að fara 25 júní en vegna veðurs var sú dagsetning slegin af og laugardagurinn 14. Ágúst valinn í staðinn. Það var heldur betur skynsamleg ákvörðun því veðrið var hreint dásamlegt sitt hvoru megin við Fimmvörðuhálsinn sjálfann.

Í vikunni fyrir ferðina bættust 3 við í hópinn, Hrund og Ingi ásamt Össuri vini Dagnýjar og Eyþórs þannig að allt í allt forum við 9 af stað frá Skógum klukkan 10:14 að staðartíma. Hrund og Ingi sóttu okkur Gerðu skömmu fyrir klukkan 8 að morgni og lagt var stað á Skóga með smá stoppi hjá Almari bakara á Selfossi. Það var frekar þungbúið í bænum við brottför og á Hellisheiðinni var svarta þoka. Það létti heldur til eftir því sem austar dró og loksins þegar við komum fyrir hornið við Drangshlíð forum við að sjá til sólar.

Við stukkum út úr bílnum í stuttbuxum og bol og tilbúin í slaginn. Mér fannst nú ferðafélagarnir hinir fullvel klæddir en það er nú bara eins og það er. Ég, titlaður fararstjóri, var búinn að teikna upp áætlunina sem miðaðist við brottför frá nokkrum stöðum á ákveðnum tíma og var það eingöngu gert til að vera viss um að ná rútunni frá Básum í Skóga en brottför hennar var 20.30.

fimm3

Halldóra (Dóra) og Stefán

 

fimm4

Hrund (hirðmyndasmiður) og Ingi

 

fimm5

Dagný og Eyþór

 

fimm6

Jón og Gerða

 

fimm7

Dagný og Össur

 

Svo hófst gangan og sóttist bara vel. Ótrúlega gaman að þræða leiðina upp með Skógafossi og kíkja á fossana sem eru fjölmargir á leiðinni. Fyrst í stað var nánast logn en svo fór aðeins að gjóla og var það bara notalegt. Eftir því sem nær dró Baldvinsskála bætti aðeins í vindinn, svo mikið að ég þurfti að fara í skelina þegar komið var í skálann. Þar var vistin heldur döpur nokkuð mikið sandrok og frekar svalt. Eftir frekar stutt stop í Baldvinsskála héldur við áfram með vindinn í fangið og sandrokið eftir því enda var snjó að sjá alla leiðina. Hækkunin er all nokkur frá skálanum en eftir því sem við lækkuðum okkur aftur hitnaði mjög og endurm við svo sannarlega í algjörri bongóblíðu í Básum.

Þangað komum við all nokkuð á undan “áætlun” eða rétt um 2 tímum áður en rútan fór. Við settumst niður við búðina og keyptum okkur hvítt og rautt og skáluðum fyrir göngunni, lífinu og að ógleymdri ristillskoðun sem all nokkrir í hópnum voru annað hvort á leið í eða nýbúnir.

Það sem vakti athygli við þessa göngu yfir Fimmvörðuháls að þessu sinni var annars vegar gríðarlega mikill fjöldi á göngu, mjög margir hópar og hins vegar ákfalega lítill snjór sem aftur kallaði á töluvert sandrok. Við sáum mjög marga hópa vera á svipuðu róli og við enda fór það svo að við troðfylltum rútuna á Skóga og þurfti að bæta við einum 3 bílum aukalega til að ná að flytja alla. Einnig var stór rúta sem fór beint í bæinn klukkan 20. Þá var og fullt af fólki á tjaldsvæðinu á Básaum enda veðrið með allra besta móti þessa helgina.

fimm2

Heildaryfirlit og tímasetningar á Fimmvörðuhálsi

 

fimm8

Verzlingarnir við einn fossinn á uppleið

 

fimm9

Lítið sem enginn snjór á leiðinni

 

fimm10

Skemmtilegt skýjafar yfir gígnum Móða

 

fimm11

Horf í áttina að gígnum Móða

 

fimm12

Hópurinn við minnismerkið í Bröttufönn

 

fimm13

Svilar og systur á Morinsheiði

 

fimm14

Rautt og hvítt drukkið af stút í Básum


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

JónJóhannBloggar

Hér eru léttar lýsingar á upplifun á ferðum höfundar.

Höfundur

Jón Jóhann Þórðarson
Jón Jóhann  Þórðarson

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • hopur skarðsheiði
  • Hlöðufell leid
  • Hlöðufell hopur
  • HopruinnOGHrutaborg
  • Eyjadalur

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband