JARÐGÖNG Í FÆREYJUM

Mikið hefur verið rætt og ritað um göng í Færeyjum. Færeyjar samanstanda af 18 eldfjallaeyjum sem núorðið eru allflestar tengdar saman af neðansjávargöngum og þar sem ekki eru ennþá komin göng þá eru þau svo sannarlega komin á dagskrá. 

Til sambanburðar þá eru 12 jarðgöng á Íslandi sem alls eru 64 km að lengd (þar af ein sem ekki eru opin almenningi og önnur sem hafa verið aflögð). Vegagerðin hefur tekið saman yfirlitsáætlun um þá jarðgangakosti sem hafa verið til umræðu og skoðunar undanfarin misseri. Alls er um að ræða 23 mismunandi jarðgangakosti, 18 á landsbyggðinni og 5 á höfuðborgarsvæðinu.  Lesa má nánar um málið hér.

 

Í skýrslu sem verkfræðistofan Ice (Institution of civil engineers) gaf út fyrir nokkrum árum kemur fram að alls 44 kílómetrar af jarðgöngum hafi verið grafin í Færeyjum og 2 neðansjávargöng til viðbótar sem lokið var við á árinu 2023 hækkar þessa tölu um 22 km. Þá eru á teikniborðinu 30 km til viðbótar þ.á.m. út í Suðurey, syðstu eyjuna. Þegar öllum þessum framkvæmdum verður lokið þá má segja að í Færeyjum séu 2 metrar af jarðgöngum fyrir hvern einasta Færeying. 

 

Göng í faroe

 Hér er tafla ásamt korti yfir þau göng sem eru nú þegar til og hvenær þau voru byggð.

 

Með nýjustu tveimur neðansjávargöngunum eru 88% Færeyinga komnir í gott og öruggt samband auk þess sem ferðatími styttist verulega. Ef og þegar af framkvæmdum til Suðureyjar verður þá munu 99% íbúa á Færeyjum vera komnir í vegasamband hvor við annan. Vegatollar gilda fyrir neðansjávargöngin og er kostnaðurinn breytilegur eftir göngum en svona frá 50 dönskum krónum (2000 íslenskum) upp í 175 danskar (3500 kall). Sjá nánar hér

 

 

 

Göng2

Göngin yfir í Austurey og Sandey eru komin. Hin eru á dagskrá síðar.

 

 Map of the tunnels of the Faroe Islands

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

JónJóhannBloggar

Hér eru léttar lýsingar á upplifun á ferðum höfundar.

Höfundur

Jón Jóhann Þórðarson
Jón Jóhann  Þórðarson

Færsluflokkar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • veidi2
  • Veiditolur2025
  • 3
  • 2
  • 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.7.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 62
  • Frá upphafi: 5471

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 58
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband