10.4.2006 | 11:10
Helgin afstaðin..
Þá er helgin afstaðin og enn eina helgina engin Esjuferð. Veðrið var reyndar alveg ágætt þannig að maður hefði nú átt að skella sér.
Horfðum á Idolið á föstudag - þar sem Snorri bar sigur úr býtum. Búið var að skreyta sjónvarps- herbergið og gera allt klárt. Ég held að flestir hafi bara verið ánægðir með niðurstöðuna. Snorri er flottur! Það skemmtilegasta við Idol-kvöldið var nú sjálfsagt það að Bidda mágkona koma óvænt í heimsókn með Hlöðver, Hlyn og Gabríel í heimsókn.
Tómas tók sig til og lærði að kúka og pissa í kopp - gott mál þar og kall fór rífandi glaður í leiksskólann í morgun á nærbuxunum - engri bleiju.
Hrund og Ingi og Lena komu síðan í heimsókn á laugardag í létt kaffi þannig að dagurinn hafði að mestu farið í tiltekt bæði í húsinu og bílskúrnum. Á sunnudeginum fórum við síðan í brunch hjá Helgu ömmu og hittum allt liðið. Krakkarnir fóru í bíó á Ísöldina en við Tómas "chilluðum" heima.
Sjónvarpsgláp var nokkurt - horfðum t.d. á bæði stelpurnar, spaugstofuna og söngkeppni framhaldsskólanna. Mjög skemmtilegt og sérstaklega gaman að skoða fyrri keppnir - hvað ótrúlega margir af okkar stærstu stjörnum í dag hafa tekið þar þátt. Á sunnudeginum horfði ég á athylgisvert viðtal Egils Helga við Jónínu Ben sem og viðtal hans við Eirík Einarsson um nýbúa eða innflytjendur. Eitt sagði Eiríku merkilegt að nákvæmlega sama þróun væri hér í gangi og var í Evrópu fyrir nokkrum árum og líklega munu svipaðir árekstrar á milli menningarhópa eiga sér stað hér sem annars staðar og stjórnmálaflokkar eru ekkert að hugsa um þetta. Athyglisvert í meira lagi. Ég held að fólk hugsi einmitt núna þegar pólverjarnir og allir hinir koma og vinna í fiskinum og virkjunum að þeir síðan bara fari .. en það er bara ekki alltaf raunin og það er einmitt það sem gerðist í Evrópu.
En síðan horfðum við á 24 náttúrlega -frábær þáttur.
Kveðja í bili.
Jón Jóhann.
Um bloggið
JónJóhannBloggar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.