Gosið í Geldingadal

Sunnudaginn 21. mars ákváðum við hjónin að áeggjan Rósu að ganga að gosinu í Geldingadal. Gosið hófst um klukkan 21.30 föstudaginn 19 mars. Rósa sendi á Gerðu að í stað þess að fara á Esjuna á sunnudagsmorgun þá myndum við storma að gosinu eftir vinnu hjá Hákoni.

Lagt var af stað upp úr klukkan 12 á hádegi á 2 bílum og með í för voru Magga Lukka og strákarnir 3 úr Flesjukórnum þeir Steinar, Óskar og Sverrir. Eftir smá pælingar varðandi leiðarval var ákveðið að ganga heiman frá æskuheimili Rósu við, íbúðarhúsið Hof 2 við Þórkötlustaðaveg, eftir Suðurstrandarvegi og að gosstöðvunum. Leiðin hófst klukkan 13:15 og var töluverð spenna í mannskapnum.

 

Eldgos1

Magga Lukka, Hákon, Jón, Óskar, Steinar, Sverrir, Gerða, Rósa

Fyrsta kílómetrann þræddum við hverfið austan við Grindavík, kallað Þórkötlustaðahverfið, inná Suðustrandarveg, framhjá eyðibænum Hrauni (þar sem lokunin á Suðurstrandarvegi er). Það var lá leiðin næstu 5 kílómetrana eftir malbikinu á Suðurstrandarvegi. Vindur var í bakið og sóttist okkur leiðin vel upp brekkuna framhjá Festarfjalli. Þaðan var farið niður töluverða lækkun hinu megin og beygt út af veginum og inn á Borgarhraunið við Nátthagakrika. Við stórhól, innst í krikanum var beygt upp nokkuð brattar moldarbrekkur og upp á Fagradalsfjall. Eftir stutt labb á brún Fagradalsfjalls blasti dýrðin við þegar horft var ofan í Geldingadal.

eldgos2

Rósa að mynda okkur hjónin efst í Geldingadal

Þegar þangað var komið vorum við búin að vera um 1:40 mínútur á ferðinni og ganga tæpa 7 kílómetra. Heildarvegalengdin að gosstöðvunum sjálfum er síðan tæpir 9 kílómetrar. Það er sannarlega orð að sönnu að sjón er sögu ríkari. Það er ótrúlegt að vera í svona miklu návígi við náttúruöflin, finna hitann frá hrauninu og horfa á hraunið vella upp úr gígnum og hlusta á drunurnar.  Við stoppuðum í brekkunni í hlíðum Borgarfjalls og horfðum yfir gosstöðvarnar og minnti þetta svolítið á að sitja í Herjólfsdalnum, vantaði bara Ingó með gítarinn! Við sátum og borðuðum nestið og fylgdumst með öllu sem fyrir augu og eyru bar.

Mjög mikið var af útlendingum á svæðinu, giskuðum á að það væri svona 60/40 útlendingum í vil. Síðan var stöðugur ómur af þyrlufluginu og drónunum allt í kring. Flestir virkuðu nú bara í góðu standi þegar þarna var komið. Eftir um klukkutíma dvöl á svæðinu var stormað til baka, að mestu á móti vindi. Þeir fyrstu voru komnir að bílum um klukkan 17:40 og tók heildarferðin 4 tíma og 19 mínútur og gengnir voru 18,3 km með 295 metra hækkun.

 

eldgos_ganga1


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

JónJóhannBloggar

Hér eru léttar lýsingar á upplifun á ferðum höfundar.

Höfundur

Jón Jóhann Þórðarson
Jón Jóhann  Þórðarson

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • hopur skarðsheiði
  • Hlöðufell leid
  • Hlöðufell hopur
  • HopruinnOGHrutaborg
  • Eyjadalur

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband