Mýrdalshlaupið 2023

Býsna krefjandi hlaup við erfiðar aðstæður. Skítaveður síðustu 4 km.

Veðurspáin var ekki gæfuleg fyrir laugardaginn 13. maí 2023. Hlaupið átti að hefjast klukkan 12 á hádegi og sagði spáin daginn fyrir að úrkoman yrði mikil og vindur 14-15 metrar á sekúndu. Rétt fyrir klukkan 17 á föstudag kom niðurstaðan; hlaupinu yrði flýtt og myndi byrja klukkan 09.

Þetta þýddi að við lögðum af stað að heiman upp úr klukkan 06 um morgunninn. Stoppuðum í Olís Selfossi en annars brunuðum við austur á rétt rúmum 2 tímum. Þegar þangað var komið var veðrið ágætt en greinilega töluvert minna af fólki en búið var að skrá sig.

Hlaupið hófst síðan á breyttum tíma klukkan 9. Ræst var í svartri fjörunni neðan við bæinn. Hlaupið upp að Reynifjalli, meðfram fjallinu í norður og inn í bæinn aftur og sikk-sakkað upp Reynisfjallið með fallegu útsýni yfir bæinn. Þegar upp var komið fór aðeins að hvessa en þar sem vindurinn var í bakið var allt gott. Áfram var hlaupið eftir endilöngu Reynisfjalli með ægifögru útsýni, fyrst niður að Vík í Mýrdal, síðan að Reynisdröngum og Reynisfjöru (Black Beach) og loks í áttina að Dyrhólaey.

Mýrdalshlaupið - hlaupaleið

 

Áfram var hlaupið norður eftir fjallinu, upp á hæsta tindinn áður en farið er niður af fjallinu við fjallsendann, en þar hefur verið komið fyrir keðju til að aðstoða hlaupara við að fara niður mesta brattann.

Eftir að niður er komið er hlaupin tæpur kílómetri meðfram þjóðveginum og þar var hörkumótvindur og rigning auk þess sem stígurinn sjálfur var frekar erfiður. Síðan er farið yfir þjóðveginn og hlaupið eftir gömlum vegi, vaðið yfir litla á og upp að Höttu. Þar er talsverð hækkun og hlaupið utan stíga síðasta kílómeterinn upp á topp á Höttu. Flestir telja þetta vera erfiðasta hluta leiðarinnar. En frá kílómetra 17 ca var veðrið orðið ansi hreint leiðinlegt. Leiðin upp á topp Höttu var býsna brött í hálum mosabornum stígum þar sem margir voru á fjórum fótum á uppleiðinni. Áfram var hlaupið í þokunni upp á toppinn í afar miklu roki, þoku og rigningu.

Frá toppi Höttu er síðan mjög skemmtilegt niðurhlaup á göngustígum niður í Víkurþorp. Þar eru mismunandi brattir kaflar en flatir inn á milli. Hluti þessarar leiðar er þó nokkuð brött og getur reynst þreyttum fótum erfið. En það var magnað að horfa yfir bæinn aftur með Reynisdrangana í fjarska. En allt gekk þetta nú og það var ákaflega gaman að hlaupa síðustu metrana í markið.

Í lýsingu á hlaupinu segir sem svo:

Vakin er athygli á því að 21 km hlaupið er krefjandi og einungis fyrir þá hlaupara sem hafa farið í utanvegahlaup áður og teljast nokkuð vanir að hlaupa utanvega. Um tæknilega braut er að ræða og brött niðurhlaup á köflum.

Ég held að menn hafi ekkert verið að ýkja frekar að draga úr en veðrið var svo sem ekki að hjálpa heldur.

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

JónJóhannBloggar

Hér eru léttar lýsingar á upplifun á ferðum höfundar.

Höfundur

Jón Jóhann Þórðarson
Jón Jóhann  Þórðarson

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • hopur skarðsheiði
  • Hlöðufell leid
  • Hlöðufell hopur
  • HopruinnOGHrutaborg
  • Eyjadalur

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband