Færsluflokkur: Bloggar

NOREGUR-ÍSALND: HVAR ER RÚV?

 

Horfði á kvöldfréttir í RÚV eins og svo oft áður og það var ekki minnst á upphafsleik Íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu í fréttum Sjónvarps. Leikurinn verður reyndar í beinni á Stöð 2 Sport í dag og í fréttum Stöðvar 2 í gær var góð umfjöllun um leikinn - viðtal við leikmenn ofl.

Þótt leikurinn sé á annari stöð þá finnst mér ákaflega lélegt að RÚV sinni þessu ekki og fjalli eitthvað um leikinn. Auðvitað eiga þeir að hafa menn á staðnum þótt leikurinn sé ekki í beinni hjá þeim. Svo verða örugglega stanslausar fréttir af leiknum við Skota á miðvikudag. En þá vill svo skemmtilega til að leikurinn verður í beinni á RÚV.


Fín Esjuferð í dag

Skaust í morgun á Esjuna. Mætti Símoni sem var einn á ferð, á stuttbuxum að sjálfsögðu enda komið sumar. Hann var búinn að fara alla rauðu dagana. Þetta var mín fyrsta ferð í maí. Tími ca 59 mínútur.

Svo er það bara að halda áfram að vinna í pallinum - eða aðstoða smiðina. Allt að koma hjá þeim - nema það vantar ennþá meira efni.

 Nóg í bili.


Fermingarblað Fréttablaðsins

Í dag kom með Fréttablaðinu svokallað fermingarblað.

Blaðið var 20 síður og við hraða yfirferð - fannst mér ekkert efni vera í blaðinu. Við nánari eftirgrennslan reiknaðist mér til að alls væru 27 skilaboð í þessu 20 síðna fermingarblaði.

Dálksentimetrafjöldi í 20 síðna blaði er 4000 og fjöldi auglýsingadálksentimetra reiknaðist mér til að væru 2810. Auglýsingahlutfall 70%. 70% segi ég og skrifa - hvað ætli hver og ein auglýsing skilji eftir?

 

 


Valentine Lost

Hvað finnst ykkur um þennan enska texta af Evrovision laginu okkar?

Eiki er kúl og segja má að þetta sé óður til rokk og róls.

Valentine Lost 

I'll let the music play

while love lies softly bleeding.

In heavy hands on shadowlands.

As thunder clouds roll i

sunset is receding.

No summer wine - no Valentine.

A tiger trapped inside a cage.

An Actor on an empty stage.

Come see the show!

Rock'n'roll can heal your soul

when broken hearts lose all control

 Some rivers still run dry

and jungles burn to embers.

Gold autumm days, must fade to grey.

There is a reason why

a haunted man remembers

one frozen night - his darkest day

(oh ...)

A tiger trapped inside a cage.

An Actor on an empty stage.

Come see the show!

Rock'n'roll can heal your soul

when broken hearts lose all control

Passion killed by acid rain.

A rollercoster in my brain.

But, how would you know!

In your satin, silk and lace...

 Another time, another place.

A tiger trapped inside a cage.

An Actor on an empty stage.

Come see the show!

Rock'n'roll can heal your soul

when broken hearts lose all control

A love let loose and painted black.

A train stuck on a borken track.

I'll let it go!

Rock'n'roll has healed my soul.

The stage is set - on with the show!

Lagið má t.d. nálgast á http://www.kvikmynd.is/video.asp?land=&offset=&id=3206


Um Hemma Gunn

Halló 

Horfði á Hemm Gunn í gær og hélt í upphafi að þarna væri sprengiþáttur á ferðinni - hann byrjaði svo töff með Magna/Bjögga og síðan Ragga Bjarna. Síðan kom gestgjafinn sjálfur Heeeemmmmiiii Gunn og lúkkaði bara vel en einhvern veginn var síðan frahaldið ósköp vandræðalegt enginn vissi almennilega hvað væri næst og þátturinn rúllaði eiginlega ekki. Og plöggið með Nördana og Sýn var alveg til að kóróna ruglið - svona krossplögg á milli miðla 365. En heilt yfir fínn þáttur fannst mér - en hefði mátt renna betur en það slípast til.

 Yndislegt að upplifa götuljósalausan Kópavog. Hefði verið alveg perfect ef ekki hefði komið til næstum flóðlýst Smáralind skammt frá - skemmdi aðeins fyrir upplifuninni - en það sást svo sem ekkert til stjarnanna hvort sem er..

ciao.


Um Hemma Gunn

Hæ hæ 

Horfði á Hemm Gunn í gær og hélt í upphafi að þarna væri sprengiþáttur á ferðinni - hann byrjaði svo töff með Magna/Bjögga og síðan Ragga Bjarna. Síðan kom gestgjafinn sjálfur Heeeemmmmiiii Gunn og lúkkaði bara vel en einhvern veginn var síðan frahaldið ósköp vandræðalegt enginn vissi almennilega hvað væri næst og þátturinn rúllaði eiginlega ekki. Og plöggið með Nördana og Sýn var alveg til að kóróna ruglið - svona krossplögg á milli miðla 365. En heilt yfir fínn þáttur fannst mér - en hefði mátt renna betur en það slípast til.

Frábært að upplifa götuljósalausan Kópavog - það var svo frábært veður að allt hefði verið perfect ef ekki hefði verið gjörsamlega flóðlýst Smáralind .. skemmdi aðeins fyrir mér í Háulindinni..

ciao.


Helgin afstaðin..

Þá er helgin afstaðin og enn eina helgina engin Esjuferð. Veðrið var reyndar alveg ágætt þannig að maður hefði nú átt að skella sér.

 Horfðum á Idolið á föstudag - þar sem Snorri bar sigur úr býtum. Búið var að skreyta sjónvarps- herbergið og gera allt klárt. Ég held að flestir hafi bara verið ánægðir með niðurstöðuna. Snorri er flottur! Það skemmtilegasta við Idol-kvöldið var nú sjálfsagt það að Bidda mágkona koma óvænt í heimsókn með Hlöðver, Hlyn og Gabríel í heimsókn.

Tómas tók sig til og lærði að kúka og pissa í kopp - gott mál þar og kall fór rífandi glaður í leiksskólann í morgun á nærbuxunum - engri bleiju.

 Hrund og Ingi og Lena komu síðan í heimsókn á laugardag í létt kaffi þannig að dagurinn hafði að mestu farið í tiltekt bæði í húsinu og bílskúrnum.  Á sunnudeginum fórum við síðan í brunch hjá Helgu ömmu og hittum allt liðið. Krakkarnir fóru í bíó á Ísöldina en við Tómas "chilluðum" heima.

Sjónvarpsgláp var nokkurt - horfðum t.d. á bæði stelpurnar, spaugstofuna og söngkeppni framhaldsskólanna. Mjög skemmtilegt og sérstaklega gaman að skoða fyrri keppnir - hvað ótrúlega margir af okkar stærstu stjörnum í dag hafa tekið þar þátt. Á sunnudeginum horfði ég á athylgisvert viðtal Egils Helga við Jónínu Ben sem og viðtal hans við Eirík Einarsson um nýbúa eða innflytjendur. Eitt sagði Eiríku merkilegt að nákvæmlega sama þróun væri hér í gangi og var í Evrópu fyrir nokkrum árum og líklega munu svipaðir árekstrar á milli menningarhópa eiga sér stað hér sem annars staðar og stjórnmálaflokkar eru ekkert að hugsa um þetta. Athyglisvert í meira lagi. Ég held að fólk hugsi einmitt núna þegar pólverjarnir og allir hinir koma og vinna í fiskinum og virkjunum að þeir síðan bara fari .. en það er bara ekki alltaf raunin og það er einmitt það sem gerðist í Evrópu.

 En síðan horfðum við á 24 náttúrlega -frábær þáttur.

 Kveðja í bili.

Jón Jóhann.


Þá er maður byrjaður að Blogga...

Góðan dag.

 Þá er maður byrjaður að Blogga - hélt að ég ætti þetta ekki eftir. En skemmtilegt að prófa. Ég mun örugglega ekki vera daglega með eitthvað í gangi en kannski segja frá því sem á daga manns hefur drifið.

 Fór til Noregs um helgina og hitti Dr. Gunnar Pétursson. Virkilega gaman að koma til Oslóar - borgin leyndi mikið á sig og ég væri sko til í að fara þangað aftur við fyrsta tækifæri og jafnvel í betra veðri!

En Dr. Gunni og Regína eru höfðingjar heim að sækja en ég og Gerða konan mín fórum saman á föstudag og heima á mánudag.  Við gerðum ýmislegt svo sem að að kíkja á skíðastökkpallinn í Holmenkollen og fannst mér það alveg magnað - fyrr dytti maður nú dauður niður en að stökkva þarna. Einnig fórum við í Vigelands-garðinn - sem er höggmyndagarður í miðri Osló og er það magnaður staður.

En ekki meira að sinni - og áfram Liverpool.

 kveðja,

Jón


Fyrsta bloggfærsla

Þessi færsla er búin til af kerfinu þegar notandi er stofnaður. Henni má eyða eða breyta að vild.

« Fyrri síða

Um bloggið

JónJóhannBloggar

Hér eru léttar lýsingar á upplifun á ferðum höfundar.

Höfundur

Jón Jóhann Þórðarson
Jón Jóhann  Þórðarson

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Mýrdalshlaupið - hlaupaleið
  • Mýrdalshlaupið - hlaupaleið
  • 20230703 071008
  • 20230705 082155
  • IMG 3587

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 4388

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband