Gengið á Skessuhorn

Mig hefur lengi langað til að ganga á hið magnaða Skessuhorn í Borgarfirði, Toblerone-fjall Íslands. Ég hef reyndar áður gengið á Skessuhorn en það var með Brattgengishópnum góða um 1. maí 2011. Lýsing mín á göngunni hljóðar svo: "Genginn NA hryggurinn í Skessuhorni - sama leið niður - tímafrekt með tryggingum.". Í minningunni var skyggni ekkert á toppnum í heild gengum við 20 km á heilum 12 klukkutímum. En skemmtilegt var það. Þá gengum við GSM í október 2013 upp á helstu tinda Skarðsheiðar og alla leið út á ónefndan tindinn sem blasir við beint suður af Skessuorni. Snarbratt er þar niður á rimann sem tengir við aðalfjallið svo við lögðum ekki í hann þar út á.

Í bók sinni Gönguleiðir á 101 tind segir Ari Trausi svo frá gönguleiðinni á Skessuhorn:

"Skesuhorn freistar göngumanna meira en mörg önnur fjöll. Bygging fjallsins er slík; það er líka hárreistri stöllóttri burst enda sorfið að samhliða skriðjöklum í þykkan basalthraunlagastafla Skarðsheiðar." Ari segir einnig; "Langur en ekki tiltakanlega erfiður brekkuvals á mjög glæsilegan tind."

Fjallið nýtur sín sérlega vel úr Andakíl og Skorradal og horfðum við Meira brölt dolfallinn í átt til fjallsins sem gnæfir yfir sveitinni 963 m.y.s. Við lögðum bílnum vestan megin við Álfsteinsá og gengum síðan upp meðfram ánni austan megin. Svolítið ofan við gamla bæinn á Horni sáum við gríðarlega miklar framkvæmdir í gangi af hálfu nýrra eigenda á jörðinni. En þar hyggst kanadískur auðkýfingur ásamt eiginkonu sinni að reisa 1000 fem hús og 700 fm gestahús eins og lesa má hér og hér. 2 kranar voru á svæðinu og allt á fullu sýndist okkur úr nokkurri fjarlægð þó. 

Áfram gengum við upp mela og mosgrónar hlíðar sem voru nokkuð seinfarnar. Áfram nánast upp að klettastálinu þar sem við sveigðum til hægri þar sem stefnan var að taka nánst U-beygju aftan við fjallið með því að ganga upp skriðurásir aftan við rimann sem tengir tindinn við Skarðsheiði. Þegar við vorum komin upp að klettunum sjálfum heyrði við háa hvelli sem bergmáluðu í klettastálinu, rjúpnaveiðimenn voru hér á ferð. Fullt sáum við af rjúpum sem tóku strauðið austur eftir við skothríðina frá veiðimönnunum sem okkur fannst nú heldur vera hálfgerðir amatörar á ferð og fengum síðan fullvissu um það þegar við komum á einn blóðvöllinn, þar sem líklega ein rjúpa fjéll en hátt í 10 patrónur lágu á sléttum vellinum. 

Við gengum síðan áfram nær beint upp á milli stallana og upp á tindinn sjálfan. Þar sátum við í logni og létum þreytuna líða úr fótunu enda búin að ganga rúma 6 km með um 900 metra hækkun. Útsýnið af tindinum var hreint ótrúlegt í allar áttir; til vesturs blasti Skarðsheiðin við með sína hæstu tinda (Skessuhyrna 969, Heiðarhon 1053 og Skarðskambur 1039). Enn lengra í vestur skartaði Snæfellsjökull sínu fegursta. Norður af blasti Baulan við fjæar og Hestfjall ofan við lónið við Andakílsvirkjun nær. Í norðri og norðaustri sá til Tröllakirkju á Holtavörðuheiði og jöklarnir, Eiríksjökull, Þórisjökull og Langjökull voru ákfalega tærir að sjá í magnaðri birtu. Þá sáum við til Skjaldbreiðar og Hlöðufells og til suðaustur sáum við líklega í Ýmir og Ýmu á Tindfjallajökli. 

Eftir frekar stutt stopp á toppnum lögðum við í hann aftur og fórum "hefðbundnu" leiðina niður sem er að fara eins sunnarlega í krókinn og þaðan beint niður skriðurnar. Að fara niður grjóskriðurnar var sennilega leiðinlegast kafli leiðarinnar. En allt hafðist þetta og við stunsuðum síðan áfram neðar uns við sáum í bílana um það bil þegar ljósaskiptin voru komin í garð. Á leiðinni niður sáum við svartklædda veru hlaupa niður línuveginn, einmitt þann sama og við hjónin hlupum fyrir rúmum fjórum árum og lesa má um hér. Svartklædda veran var um það bil samferða okkur á niðurleiðinni uns hún hvarf inn í hvítan bíl sem dólaði síðan á veginum fyrir neðan, vildi greinilega eitthvað ræða við okkur, sem hún og gerði þegar niður á bílaplanið var komið. Þá reyndist þetta vera ungur bóndi að leita fjár sem strokið hafði úr girðingu í vikunni. Og vildi hann vita hvort við hefðum eitthvað séð rollurnar hans þarna upp frá. 

Mjög vel heppnuð leið í góðum hópi og um að gera að nýta svona veðurglugga sem gefst. 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

JónJóhannBloggar

Hér eru léttar lýsingar á upplifun á ferðum höfundar.

Höfundur

Jón Jóhann Þórðarson
Jón Jóhann  Þórðarson

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Mýrdalshlaupið - hlaupaleið
  • Mýrdalshlaupið - hlaupaleið
  • 20230703 071008
  • 20230705 082155
  • IMG 3587

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 4359

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband