Næstum eintóm hamingja á hamingjudögum

Gerða er búin að tala um Hamingjuhlaupið á Hólmavík síðan í fyrra og við bara létum verða af því í þetta skiptið. Hamingjuhlaupið tilheyrir flokki gleðihlaupa þ.e. engin sérstök hamingja15tímataka heldur er markmiðið að njóta en ekki þjóta og það þar ekki einu sinni að skrá sig í hlaupið! Hlaupararnir halda yfirleitt hópinn og fylgja fyrir fram gerðri tímaáætlun sem svipar mjög til strætisvagnaáætlunar þar sem hægt er að koma inn og fara út á hvaða stoppistöð sem er.

Hafþór Rafn Benediktsson frá Hólmavík hafði veg og vanda að skipulagningunni við að koma sér til og frá í hlaupið. Fékk lánaðan skólabílinn og mömmu sína og eiginkonu í akstur. Við hjónin ásamt yngst syninum lögðum af stað úr bænum klukkan 18.30. Komið var norður um klukkan 22 um kvöldið eftir stutt stopp í Borgarnesi.

Eftir næstum svefnlausa nótt var ræs um klukkan 07.30. Hafþór mætti upp úr klukkan 8.30 og lagt var af stað þessa rúmlega 70 km. leið frá Hólmavík í Djúpuvík í Reykjafirði þar sem við, 11 manna hópur frá hamingja1Breiðablik, kom inn á stoppistöð 3 í Hamingjuhlaupinu.

Hamingjuhlaupið fór fram í 11. sinn laugardaginn 29. júní 2019. Að þessu sinni lá leiðin frá Árnesi í Trékyllisvík til Hólmavíkur, samtals rúmlega 54 km. 

Samkvæmt nákvæmu skipulagi Stefáns Gíslasonar átti leggur 3 frá Djúpuvík í Bólstað innst í Steingrímsfirði að taka 3 klukkutíma og 40 mínútur og samkvæmt mínum mælingum reyndist tími okkar Breiðablikfólks 3 tímar og 49 mínútur - eftir gott stopp til myndatöku á útsýnispalli fyrir ofan Selárdalinn. Við gömlu brúnna yfir Selá beið okkar skólabílinn góði þar sem hamingja12við (öll 11) tróðum okkur í 9 manna bílinn og ókum síðustu 15-16 kílómetrana til Hólmavíkur.

Þar fórum við úr blautum skónum og sokkum og biðum í rúman 1,5 tíma eftir að sameinast hópnum á ný við Lögreglustöðina í Hólmavík. Það var svo hlaupið fylktu liði niður í bæ þar sem okkur var fagnað mjög af kökuþyrstum gestum Hamingjudaga. En hefð ef fyrir því að hlaupararnir hlaupi beint að kökuhlaðborðinu og fái fyrstir að gæða sér á kökum og kruðeríi í boði heimamanna. Taldist Stefáni til að þátttakendur í hamingja14hlaupinu að þessu sinni hafi verið 38 (þar af hlupu 21 yfir Tékkyllisheiðina og 5 alla leið eða 54 kílómetra.

Leiðin yfir Trékyllisheiðina var að stórum hluta eftir línuvegum en einnig var hlaupið á móum og melum. Stiklað yfir Kjósará á steinum (hefðum reyndar getað farið yfir hana á lítilli göngubrú) en Stefán hafði aðeins villst af leið á þessum kafla! Þá fylgdum við um tíma gamla jarðsímastrengnum sem reyndar bara ekki nafn með rentu því hann lá hreinlega ofan á jörðinni á löngum kafla. Vaðið í skóm og sokkum yfir Goðdalsá og leið okkur sérstaklega vel í fótunum eftir kælinguna í ánni!

Veðrið var napurt, hvöss norðaustan átt (sem var þá sem betur fer í bakið), þokuslæðingur norðan til og varla nema 2-3°C á fjöllum. 

Samkvæmt Garmin úrinu hófst gangan í 47 m.y.s. og mestri hæð náðum við í u.þ.b. 461 m.y.s. Heildarhækkun reyndist vera um 487 metrar en lækkunin mun meiri! Greinlega eitthvað sem þarf að skoða nánar.

hamingja13 

Í fyrirsögn segi ég næstum eintóm hamingja á Hamingjudögum. Það var bara hann Örn sem skemmdi fyrir - vandræðagemsinn í hjólhýsinu við hliðina sem var með tónleika til 03 um nóttina fyrir hlaupið. Fínn play-listi EN ekki gaman þegar maður er ekki alveg í stuði fyrir að láta skemmta sér! En Sagan segir að þátttakendur öðlist mikla hamingju að hlaupi loknu og það voru sko orð að sönnu! Eftir kökuhlaðborðið fórum við í sundlaugina, grilluðum og spjölluðum aðeins fram eftir kvöldi. Vöknðuðum um klukkan 9 morguninn eftir og hófumst eiginlega strax handa við að pakka saman enda var alskýjað, hiti 5 stig og töluverður vindur að norðan. Lögðum af stað upp úr 11 heim og vorum komin í Háulindina um klukkan 14:49.

hamingja5

Allir hamingjuhlaupararnir (nema ca. 2) saman komnir á Kálfanesskeiði. Lausleg talning gaf töluna 36, sem þýðir að þátttakendur voru a.m.k. 38.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

JónJóhannBloggar

Hér eru léttar lýsingar á upplifun á ferðum höfundar.

Höfundur

Jón Jóhann Þórðarson
Jón Jóhann  Þórðarson

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Mýrdalshlaupið - hlaupaleið
  • Mýrdalshlaupið - hlaupaleið
  • 20230703 071008
  • 20230705 082155
  • IMG 3587

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 4388

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband