Hvað eru 19 sekúndur á milli vina?

 Maraþon2

Við hjónin vöknuðum fyrir allar aldir laugardaginn 24. ágúst 2019. Það var komið að því, hlaupið sem við skráðum okkur í, Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka, var framundan. 21.1 km = hálft maraþon. Hvernig datt okkur þetta í hug, hugsuðum við bæði þegar við tóku hefðbundin morgunverk.

Lagt var af stað upp úr klukkan 7:30 að sækja hlaupafélagana, Möggu Lukku og Önnu. Ég skutlaði stelpunum niður á N1, lagði bílnum við Íslenska erfðagreiningu og hljóp í bæinn. Fín upphitun það! Klukkan 08:40 var hlaupið ræst í sannkallaðri rjómablíðu sem átti eftir að vera allan daginn. Ég tók fram úr Gerðu á Suðurgötunni við Þjóðminjasafnið og hélt fínum hraða 10.5 km/klst (eða 5:30-40 á km pace) fyrstu 19-20 kílómetrana. Á síðustu 1-2 kílómetrunum missti ég aðeins dampinn, orkan búin og það þrátt fyrir að hafa fengið mér eitt gel eftir u.þ.b. 10 km. 

Maraþon3

Hér má sjá skemmtilega tölfræði í boði mótshaldara. Þar má m.a. sjá að ég tók fram úr 61 hlaupara síðustu 5 km en missti um leið 64 framúr mér á móti. En þetta var frábært hlaup og mér leið vel eftir að hafa sopið einn bjór (léttbjór) og tvær flöskur af powerade eftir hlaupið. En hlaupið kláraði ég síðan á 2 tímum sléttum og 19 sekúndum! Bæting um rúmar 13 mínútur ef ég man rétt. En þetta var samt 19 eða 20 sekúndur of mikið. Stefnt var að tíma undir 2 tímum en því miður þá var orkan búin síðustu kílómetrana. Allt frá snúningspunktinum á Sæbrautinni fylgdi ég hraðastjórunum þeim Elísabetu Margeirs og Erlendi Stein Guðnasyni en því miður vantaði aðeins upp á í lokinn. En kærar þakkir Elísabet og Erlendur fyrir peppið á leiðinni! 

Hópurinn hittist síðan fyrir framan MR að venju og við Gerða vorum síðan komin heim um klukkan 12. EFtir sturtu og hádegismat drifum við okkur niður í Hörpu að aðstoða Álftanes systurnar. Þegar við gengum í blíðunni um klukkan 14:30 sáum við fólk á hlaupum - fólk sem hafði byrjað heilt maraþon á sama tíma og við okkar hálfa eða klukkan 08:40 og var við það að komast í mark - um 6 tímum seinna! 

Maraþon4

Eins og alltaf þá líður manni vel eftir að hafa afrekað þetta og fer strax að spá í hvenær byrjar skráningin fyrir hlaupið 2020!

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

JónJóhannBloggar

Hér eru léttar lýsingar á upplifun á ferðum höfundar.

Höfundur

Jón Jóhann Þórðarson
Jón Jóhann  Þórðarson

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • hopur skarðsheiði
  • Hlöðufell leid
  • Hlöðufell hopur
  • HopruinnOGHrutaborg
  • Eyjadalur

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband