Gengið á Kirkjufell í Grundarfirði!

Ákirkjufell_allir Hvítasunnuhelginni 8.-10. júní 2019 barst mér svohljóðandi skeyti:

"Það er gluggi fyrir hádegi á mánudaginn á Kirkjufellið". Sá sem sendi þetta skeyti er göngufélaginn Guðmundur Stefán (GSM). Við félagarnir ákváðum að nýta okkur geggjaða veðurspá fyrir mánudaginn og ganga á Kirkjufellið ásamt þriðja manninum Antoni Antonssyni.

Lagt var af stað úr bænum um klukkan 07.30 að morgni og komið vestur upp úr klukkan 9.30. Eftir að hafa fundið bílnum stæði við gatnamótin heim að bænum Hálsi skammt ofan Kirkjufellsfossa var arkað af stað.

 

kirkjufell2

 Samkvæmt Garmin úrinu var lagt af stað klukkan 09:57. Við gengum upp mosagrónar brekkur og mela. Sáum ekki fyrr en á niðurleiðinni að fínn stígur er vestan við girðinguna. 

Í lýsingu Ara Trausta Guðmundssonar og Péturs Þorleifssonar í bókinni "Fólk á fjöllum. Gönguleiðir á 101 tind" segir svo um Kirkjufell.


Gönguleið: Mjög brött, mishá klettabelti, hallandi, oft hálir grasfláar. Klettar efst með keðju til að handstyrkja sig eftir.
Leiðarmat: Erfið leið og nokkuð hættuleg á þekkt og áhrifamikið fjall. Helst fyrir vana fjallamenn og áræðna göngumenn en ekki fyrir lofthrædda. Lýsing Ara Trausta átti svo sannarlega við þótt hvergi hafi ég séð keðjuna!

Við félagarnir þræddum vel greinilegan stíg alla leiðina upp á topp. Stígarnir voru fínir og þræddu leiðina á milli stallana í fjallinu og lágu á köflum um all brattar hlíðar Kirkjufellsins. 

Á þremur stöðum er búið að koma fyrir köðlum til stuðnings við að klifra upp nær lóðréttan hamar. Á myndinni hér má sjá Anton að koma niður efsta hjallann þar sem tveir kaðlar voru til stuðnings. Efsti hjallinn (toppurinn sjálfur) lítur óárennilega út en er auðveldari en hann sýnist.

kirkjufell4Ófeigur Sigurðsson Esjuvinur okkar sagði við okkur í vetur að fyrir okkur Ejsuvini og þá sem vanir eru að ganga á Esjuna í öllum veðrum þá sé Kirkjufellið ekki erfitt en það sé hins vegar býsna bratt á köflum og ekki gott að vera þar ferðinni með lofthræðslu í farteskinu.

Ferðin tók allt í allt rétt rúma 3 klukkutíma með mjöööööög góðum stoppum bæði á útsýnis stallinum fína skammt fyrir neðan kaðal 2 sem og uppi á fjallinu sjálfu. Uppi á fjallinu er töluvert löng leið yfir á "hinn" toppinn með útsýni til vesturs yfir Kvíabryggju og Tröllakirkju. Heildarvegalengd mældist 5,4 km.

Veðrið gerist ekki betra. Heiðskýrt, sól og nánast logn stóran hlut leiðarinnar. Útsýnið hreint frábært í hvaða átt sem horft var. 

Ég er hjartanlega sammála bæði Ara Trausta og Ófeigi að leiðin sjálf er kannski ekkert sérlega erfið enda fjallið ekkert voðalega hátt eða 463 m.y.s. en seinfarið á köflum þar sem fara þarf varlega.

Á heimleiðinni keyrðum við lengri leiðina heim og fórum fyrir nesið. Í gegnum Ólafsvík, Rif og Hellissand. Framhjá kirkjufell_sloGufuskálum og áfram fyrir nesið. Stoppuðum á Fjöruhúsinu á Hellnum og fengum okkur vöfflur, fiskisúpu og bjór. Sátum úti og nutum lífsins. 

Áfram brunuðum við heimsleiðis með smá stoppi hér og þar þ.á.m. við Arnarstapa og í sumarbústaðabyggð við Langá á Mýrum. Komnir heim í Höfuðborgina að verða 6 um kvöldið. Frábær ferð í alla staði.

 

Hérna fyrir neðan er GPS ferill frá Toppförum sem fóru svipaða leið og við árið 2015 en tók aðeins lengri tíma enda um mun fleiri að ræða í þeirri ferð. Þar sem bara einn fer í einu í gegnum kaðlana þá tekur hópferð mun lengri tíma.kirkjufell_slod

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

JónJóhannBloggar

Hér eru léttar lýsingar á upplifun á ferðum höfundar.

Höfundur

Jón Jóhann Þórðarson
Jón Jóhann  Þórðarson

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Mýrdalshlaupið - hlaupaleið
  • Mýrdalshlaupið - hlaupaleið
  • 20230703 071008
  • 20230705 082155
  • IMG 3587

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 4388

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband