Hlaupið og gengið í Borgarfirði

Við hjónin fengum sumarbústað úthlutað í byrjun júlí í Húsafelli. Það er orðið ákaflega langt síðan við höfum dvalið í sumarbústað í lengri tíma og því töluverð tilhlökkun þegar kom að því enda Húsafell frábær staður til að vera á hafi maður einhvern áhuga á útivist.

Á föstudeginum fórum við Helga og Atli í bústaðinn en Gerða og Tómas komu á laugardeginum þar sem Tómas var á æfingum hjá U-16 ára landsliðinu á laugardagsmorgunninn. Við Helga og Atli komum frekar seint upp í Borgarfjörðinn og gengum aðeins um og spiluðum fram yfir miðnætti.

Á laugardagsmorgunn upplifðum við eitthvert besta veður sem við höfum lent í á Íslandi og flatmöguðum, lásum og hlustuðum á hlaðvörp þangað til restin af fjölskyldunni mætti í hús. Um kvöldið var spilað, farið í pottinn og í gönguferð og við nutum lífsins. Krakkarnir fóru síðan heim á sunnudeginum enda vinnandi fólk!

Á mánudeginum hlupum við Gerða upp og meðfram Hvítá í áttina að Langjökli. Heildarvegalengd um 10 km. Mikið á fótinn. Eftir hádegi gengum við svo yfir Bjarnargil sem er gegnt Húsafelli. Á þriðjudeginum tókum við síðan aftur tvímenning og hlupum niður að Hraunfossum og aftur til baka (7 km hvor leið).

borgarfj2

Eftir stutta hvíld skelltum við okkur á Strút, fjallið keilulagaða sem blasir við fyrir framan Eiríksjökul þegar horft er frá Húsafelli. 

 

borgarfj3

 

Í bókinni Fólk á fjöllum - Gönguleiðir á 101 tind eftir þá Ara Trausta og Pétur Þorleifsson segir um Strút: "Strúturinn hjá Kalmanstungu í Borgarfirði er ákjósanlegt fjall ef sóst er eftir góðu útsýnisfjalli án mikils erfiðis." Þá segir sömuleiðis um leiðarmatið: "Nokkuð löng en ljúf fjallganga. Gott útsýni."

Það tók okkur Gerðu um 1 tíma og 45 mínútur að komast upp og 2 tíma á 2:53 mínútur fram og til baka. Við gengum eingöngu eftir veginum alla leið á toppinn. Á köflum alveg ferlega borgarfj4leiðinlegt að ganga í grófri mölinni sem sett hafði verið í veginn. Veðrið var alveg dásamlegt og ég gekk megnið af leiðinni ber að ofan slíkur var hitinn. En þegar upp á hálsinn er komið skall á okkur ískaldur norðan vindur frá Langjökli.

Gönguhækkunin er um 600 metrar en fjallið telst 937 m.y.s. Heildarvegalengdin var um 6,2 km upp á topp þaðan sem við lögðum bílnum og því 12,4 tótal. Þegar við bætum því við 14 km hlaupið niður að Hraunfossum var alveg ljóst að við ættum skilið einn kaldann þegar niður væri komið.

Ég segi þegar niður væri komið vegna þessa að við lögðum í þessa seinni ferð dagsins án þess að hafa vott né þurrt með okkur og Gerða sem jafnan svolgrar í sig litlu vatnsflöskurnar sínar hefði sko sannarlega þurf að vökva kverkarnar og var hálf pirruð a.m.k. út í sig sjálfa að hafa ætt af stað án þess að taka með sér eitthvað að drekka. Við sáum bíl keyra langleiðina upp og Gerða var farin að reikna út í huganaum hvað hún myndi borga viðkomandi fyrir einn drykk ef hann væri með. En bíllinn snéri við áður en við komumst í tæri við hann.

Af toppi Stúts var útsýnið gríðarlegt. Við rætur Strúts að norðan og austan sér yfir Hallmundarhraun. Eiríksjökull blasir af toppnum en Hafrafell og Geitlandsjökull til suðurs sem og Prestahnúkur enn lengra til suðurs. Kaldidalur liggur opinn til suðurs og til vinstri við hann er Þórisjökull en vestan dalsins Jökullinn Ok má fífil sinn fegurri. En árið 2014 var það úrskurðað að Ok teldist ekki lengur Jökull.

Í frétt RÚV segir:

Í september 2014 bárust þær fréttir að jökullinn Ok í samnefndu fjalli í Borgarfirði teldist ekki lengur jökull. Oddur Sigurðsson, jöklafræðingur, úrskurðaði að snjóbreiðan væri ekki lengur nógu þykk til að skríða undan eigin þunga og teldist þar af leiðandi ekki jökull. Þar með varð Ok fyrsti nafnkunni jökull landsins til að missa þessa nafnbót. Samkvæmt nýjustu rannsóknum verða allir 400 jöklar landsins horfnir árið 2170.

borgarfj6

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

JónJóhannBloggar

Hér eru léttar lýsingar á upplifun á ferðum höfundar.

Höfundur

Jón Jóhann Þórðarson
Jón Jóhann  Þórðarson

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Mýrdalshlaupið - hlaupaleið
  • Mýrdalshlaupið - hlaupaleið
  • 20230703 071008
  • 20230705 082155
  • IMG 3587

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 4388

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband