Á SKÍÐUM SKEMMTI ÉG MÉR TRALALLALA

Það var í haust sem við negldum skíðaferð til Akureyrar með þeim ágætu heiðurshjónum og hlaupafélögum Hákoni og Rósu. Á fimmtudag fyrir áætlaða ferð var komið babb í bátinn. Sverrir komin með veiruna skæðu, Hákon ennþá á leiðinni heim frá Tyrklandi og Hekla á leið til útlanda. Það má segja að allt hafi verið í hers höndum.

En á föstudaginn kom græna ljósið við erum on og þau koma klukkan 15. Þá var lagt af stað. Við hjónin í aftursætum með skíðin á milli okkar. Ferðin norður skotgekk og vorum við komin í hús um klukkan 20. Færðin og veðrið gott alla leið og ekki mikil umferð. Pizzan var græjuð á mettíma úr Pizzunni og farið tiltölulega snemma að sofa. 

Ræs var upp úr klukkan 08 enda að mörgu að hyggja. Úti var ágætisverður, alskýjað en talsvert frost. Upp í fjall vorum við komin um klukkan 09:30 hvar við Gerða fórum beint í leiguna til að redda okkur skíðum. Til að gera langa sögu stutta þá sluppum við fyrir horn þar þ.e. að fá skíði enda um 130 Færeyingar í fjallinu þar sem ekki nokkur einasti var með skíði með sér! En við skíðuðum frá 10 til 15 með smá stoppi í Gúllassúpu og bjór í efri skálanum. Eftir skíðin var brunað niður í hús þar sem við fengum okkur smá brauð og drykk áður haldið væri að klára Alpatvíkeppnina - gönguskíðin! Við vorum komin upp úr klukkan 16 í Kjarnaskóg þar sem við skíðuðum 2 stutta hringi - sem náðu samt tæplega klukkutíma í hreint dásamlegu veðri. Allt var staðfest með myndum og þá var hægt að far í sund.

Eftir Kjarnaskóg var brunað í Akureyrarlaug þar sem röðin náði út úr dyrum. Hvers vegna, jú okkar menn Færeyingarnir mættir og ekki með handklæði né sundskýlur! En allt hafðist þetta fyrir rest og það var dásamtlegt að slaka á í pottinum og mýkja aum lærin eftir skíðin. Það var nú reyndar rétt tæplega að við kæmumst ofan í. Allir pottar voru gjörsamlega troðfullir af fólki - ekkert cóvíd-vesen hér á ferðinni eða hvað?

Þegar upp úr var komið kom skellurinn. Hákon fékk jákvætt úr PCR testinu sem hann fór í á flugvellinum um miðjan dag á fimmtudag. Rúmlega 48 tímum seinna kom staðfestingin - þú hefur greinst með Covíd-19. Nú voru góð ráð dýr. Hákon ekki fundið fyrir einu né neinu nema smá undarlegheitum á sunnudeginum fyrir tæpri viku. 

Þannig að eftir smá taugastrekkjandi tíma meðan allir, þá sérstaklega Hákon, voru að átta sig á stöðunni var ákveðið að halda ótrauð áfram. Við pöntuðum mat frá Greifanum og borðuðum heima og morgunninn eftir fórum við 3 á skíði en Hákon beið heima. Guð minn góður í fjallinu. Veðrið var algjörlega geggjað, póstkortaveður, 13-14 stiga frost, smá gjóla og færð sturlað. Við nánast skíðuðum beint í Fjarkann aftur og aftur nánast frá 10-1130. Eftir það fór aðeins að þéttast í brekkunum. Við skíðuðum til rúmlega 13 og fórm þá niður í hús til að taka saman og halda heim á leið.

Af stað vorum við farin um klukkan 1430 í renni færi all leið fram yfir Borgarnes. Undir Hafnarfjallinu lentum við í dimmum éljum og skafrenningi og á Kjalarnesinu keyrðum við fetið á eftir snjóruðningstæki. En allir komu sælir og sáttir heim eftir geggjaða skíðaferð. Þetta er eitthvað sem við gerum aftur hvort sem það verður til Akureyrar eða Austurríkis!

 

IMG_1523.HEIC

Eina myndin sem var tekin í ferðinni!

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

JónJóhannBloggar

Hér eru léttar lýsingar á upplifun á ferðum höfundar.

Höfundur

Jón Jóhann Þórðarson
Jón Jóhann  Þórðarson

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Mýrdalshlaupið - hlaupaleið
  • Mýrdalshlaupið - hlaupaleið
  • 20230703 071008
  • 20230705 082155
  • IMG 3587

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 4359

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband